Kristveig í Sveré

Saturday, May 26, 2007

Vúhúúúú!

Jæja, þá er ég búin að skila ritgerðinni minni til prófdómara og nú er bara að krossa fingur og vona að hann geri ekki neinar stórkostlegar athugasemdir...
Það er búið að vera mikið að gera í kórnum undanfarið, var á kóræfingu á mánudags- og miðvikudagskvöldið og svo vorum við að syngja á útskriftarathöfnum KTH í gær og fyrradag. Hér kemur ein mynd af okkur Lovísu uppdressuðum. Ég er nú eitthvað hokin á þessari mynd. Batteríin í myndavélinni voru sko búin eftir þessa mynd.... en ég skelli henni samt inn bara til sýna ykkur hvað við erum glæsilegar með þessar húfur við síðkjólana ;)Gustaf hennar Dagnýjar útskrifaðist í gær og líka Jacob Possne, sem er í kórnum og svo Steinar Wang. Ég náði að taka myndir af Gustaf en þær eru nú ekki góðar. Set eina hérna inn fyrir Dagnýju... Gustaf er þriðji frá vinstri. Sá Steinar í svip en missti af því þegar hann tók við skírteininu því við vorum held ég að syngja bara rétt á undan eða rétt á eftir.Nú er ég að fara að lesa mastersverkefni sem ég á að opponera á (gagnrýna...) á mánudaginn. Ég er nú ekkert alveg í einbeitingargírnum en efnið virkar áhugavert (hvernig borgarskipulag hefur áhrif á almenningssamgöngur) svo að ég hlýt að geta sökkt mér ofan í þetta bráðum... :P

Svo er vörnin mín á fimmtudaginn og á föstudaginn koma Sigurlaug og Viðar hennar til mín! Jei! Það verður frábært að fá þau í heimsókn!

7 Comments:

  • At 11:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með ritgerðina - frábært hjá þér! Gangi þér vel í vörninni á mánudaginn ;-)
    Knús frá Geilo!
    Þorgerður og Íris
    p.s. Tumi er dásamlegur ;-)

     
  • At 4:13 AM, Blogger Kristveig said…

    Takk fyrir það elskurnar!
    Hlakka voða mikið til að sjá ykkur og svo auðvitað Tuma krútt :)

     
  • At 12:40 PM, Blogger Rúna said…

    Vúhí til hamingju!
    Gangi þér rosalega vel með vörnina.
    Verðum að fara að heyrast aftur bráðlega :)
    Knuffels

     
  • At 8:04 PM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju skvísa. Bið að heilsa Sillu og Vidda.
    MM

     
  • At 3:21 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gratulerer Kristveig og lykke til på tordsdag! Vi heier på deg her på Geilo :o) Gleder oss masse til at du kommer på besøk. Tumi lengter etter å se tante Kristveig. Klemmer Iris og Tumi

     
  • At 1:48 AM, Blogger Kristveig said…

    Takk takk :)
    Gekk mjög vel með vörnina á fimmtudaginn og nú á ég bara eftir að laga smá og setja þetta allt saman í prentun. Það ætti ekki að taka meira en 2-3 daga, vona ég :)
    Ætla að fresta þessari vinnu aðeins því nú er ég bara að njóta þess að vera í fríi með Sigurlaugu og Viðari :)

     
  • At 2:15 AM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með ritgerðina.
    Kveðja
    Hulda úr verkfræðinni

     

Post a Comment

<< Home