Kristveig í Sveré

Monday, May 30, 2005

Geðveik helgi!

Fór í leikhús á Rambó á föstudagskvöldið og það var sennilega steiktasta sýning sem ég hef farið á um æfina. Það voru nú alveg fyndin atriði í þessu en þess á milli var þetta bara dóprugl sem samanstóð aðallega af textanum fuck you, motherfucker, fuck you, shut the fuck up... o.s.frv.
Nokkuð merkileg upplifun...

Á laugardaginn fór ég svo ásamt Kristbjörgu og tveimur vinkonum hennar á Snæfellsjökul og það var algjört æði! Fengum fullkomið veður; logn, sól og örugglega 15 stiga hita. Fórum með troðara upp og renndum okkur svo á skíðum/brettum niður í ótrúlega góðu færi! Þvílík snilld! Mæli eindregið með svona ferð.

Í gær drifum við Dagný okkur svo á Keili. Lögðum af stað á hlírabolunum í sól og blíðu. Á miðri leið að fjallinu heyrðum við svo rosalegustu þrumur sem ég hef heyrt á Íslandi! En við héldum samt áfram og þegar komið var að Keili var dregið fyrir sólu og þegar við vorum hér um bil komnar upp þá byrjaði þetta líka svakalega haglél! Við drösluðumst samt upp á topp og stóðum þar í dálitla stund í haglinu áður en við hröðuðum okkur niður aftur. Þegar við vorum komnar niður og vel af stað í átt að bílnum hætti haglið og áður en við komum á leiðarenda var aftur komin sól. Assgoti hressandi ferð verð ég að segja! :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home