Eitt búið, eitt eftir...
Já, var í prófi í gær sem gekk svona ágætlega skulum við segja... Hélt reyndar að ég kynni efnið betur en raun bar vitni... en ég er alla vega fegin að þetta er búið. Nú er bara að reyna að koma sér í gírinn fyrir seinna prófið, sem er á föstudaginn. Við Dagný og Sigrún gerðum okkur glaðan dag í gær eftir prófið og fengum okkur fyrst pizzu og svo röltum við í bæinn og kíktum í búðir. Ég keypti mér doppóttan bol og kíkti á grill... Var að spá í að kaupa mér eitt slíkt því ég er búin að bjóða nokkrum félögum í grill á laugardaginn. Núna er hins vegar dálítið óljóst hvernig veðrið verður á laugardaginn svo að ég verð kannski að vera með Plan B...
Hitti Bjarka minn og vinapar hans á sunnudaginn. Við fórum á kaffihús sem er niðri við snekkjuhöfn eina hér í bæ og sleiktum sólina yfir kaffibolla! Voðalega notalegt og skemmtilegt og afskaplega góð tilbreyting frá próflestrinum! ;)
Jæja, bækurnar kalla :P
Hitti Bjarka minn og vinapar hans á sunnudaginn. Við fórum á kaffihús sem er niðri við snekkjuhöfn eina hér í bæ og sleiktum sólina yfir kaffibolla! Voðalega notalegt og skemmtilegt og afskaplega góð tilbreyting frá próflestrinum! ;)
Jæja, bækurnar kalla :P
6 Comments:
At 8:29 AM, she said…
Hæ Kristveig mín
Langaði bara að kasta smá kveðju á þig og óska þér góðs gengis í prófinu á föstudaginn :)
kveðja, SHE
At 10:29 AM, Rúna said…
Gangi þér vel kæra mín í prófinu. Svo er náttúrulega stór dagur á föstudaginn :-D
At 11:31 AM, Kristveig said…
Takk krúslurnar mínar :) Ég sit hér sveitt og reyni að troða í hausinn á mér... Já og svo er maður bara alveg að komast á FERTUGSALDURINN!!! Hljómar alls ekki vel...hehe ;)
At 1:01 AM, Rúna said…
Hæhæhæ skvísan mín.
Innilega til hamingju með afmælið og til hamingju líka með próflok :)
Vona að þú eigir frábæran dag!
At 4:10 AM, Anonymous said…
hamingjuóskir á afmælisdaginn
At 7:10 AM, Anonymous said…
Til hamingju með daginn þinn, dúllan mín ... njóttu hans:)
Gangi þér sem allra best í öllu þínu!
Bestu kveðjur,
Lýdía
Post a Comment
<< Home