Jahá!
Svona líta þá keeeeellingar á fertugsaldri út...hehe
Tæknilega séð verð ég reyndar ekki þrítug fyrr en um 11 leytið í kvöld svo ég er að rembast við að njóta þess að vera ung í nokkra tíma í viðbót.
Þúsund þakkir fyrir allar afmæliskveðjurnar sem hafa borist með hinu ýmsasta móti :) Það er svo notalegt að vita að einhver hugsar til manns :)
Annars lofar dagurinn góðu. Mér gekk vel í prófinu í morgun svo að það var ágætis byrjun. Svo fór ég að viða að mér ýmsum matvælum fyrir partýið annað kvöld. Er ennþá með skjálfta í höndunum eftir að hafa borið slatta af drykkjarföngum heim úr mjólkurbúðinni...hehe Ég þrjóskaðist náttúrulega við að fara bara eina ferð með rúm 20 kg, held ég... tíhí :)
Skellti mér líka í klippingu sem er alveg uppáhaldið mitt. Mér finnst svooooo gott að láta vesenast í hárinu á mér og þetta voru því dásamlegir klukkutímar ;) Vissi nú reyndar ekki alveg hvað ég átti að segja þegar gellan fór að túbera hárið á mér en það hefur ekki verið gert síðan ég lék og söng hlutverk nornar í Macbeth hér um árið og eftir þá sýningahrinu var líka nánast ónýtt á mér hárið... Þetta var nú ekki alveg svo ýkt túbering en árangurinn sést á kellumyndinni hér að ofan, sem ég tók áðan ;) Hlakka mjög mikið til teitisins á morgun, verst að Silvía Nótt verður ekki með í Júró en þá verðum við bara að halda með hinni sænsku Carolu í staðinn...hehemmm...
Framundan er svo frí í rúmlega viku, jibbí! :)
Tæknilega séð verð ég reyndar ekki þrítug fyrr en um 11 leytið í kvöld svo ég er að rembast við að njóta þess að vera ung í nokkra tíma í viðbót.
Þúsund þakkir fyrir allar afmæliskveðjurnar sem hafa borist með hinu ýmsasta móti :) Það er svo notalegt að vita að einhver hugsar til manns :)
Annars lofar dagurinn góðu. Mér gekk vel í prófinu í morgun svo að það var ágætis byrjun. Svo fór ég að viða að mér ýmsum matvælum fyrir partýið annað kvöld. Er ennþá með skjálfta í höndunum eftir að hafa borið slatta af drykkjarföngum heim úr mjólkurbúðinni...hehe Ég þrjóskaðist náttúrulega við að fara bara eina ferð með rúm 20 kg, held ég... tíhí :)
Skellti mér líka í klippingu sem er alveg uppáhaldið mitt. Mér finnst svooooo gott að láta vesenast í hárinu á mér og þetta voru því dásamlegir klukkutímar ;) Vissi nú reyndar ekki alveg hvað ég átti að segja þegar gellan fór að túbera hárið á mér en það hefur ekki verið gert síðan ég lék og söng hlutverk nornar í Macbeth hér um árið og eftir þá sýningahrinu var líka nánast ónýtt á mér hárið... Þetta var nú ekki alveg svo ýkt túbering en árangurinn sést á kellumyndinni hér að ofan, sem ég tók áðan ;) Hlakka mjög mikið til teitisins á morgun, verst að Silvía Nótt verður ekki með í Júró en þá verðum við bara að halda með hinni sænsku Carolu í staðinn...hehemmm...
Framundan er svo frí í rúmlega viku, jibbí! :)
14 Comments:
At 10:52 AM, Anonymous said…
Til hamingju med afmælið!! Og til hamingju með prófið líka. Af myndinni að dæma hefuru bara fríkkað af því að færast yfir á fertugsaldurinn, frá því ég sá þig síðast :). En hárið er flott, túberingin alveg að virka :).
At 11:06 AM, Kristveig said…
Takk Kollan mín. :) Ég þurfti nú að taka nokkrar myndir til að fá eina sæmilega svo þetta er ekkert nema blekkingin ein...hehe ;)
At 1:15 PM, Elísabet said…
Til hamingju með afmælið! Þú ert rosa fín um hárið. Verður greinilega bara flottari með hverju árinu sem líður! Hlökkum til partísins á morgun!
Kv,
Elísabet og Jón Grétar
At 5:13 AM, she said…
Til hammó með ammóið í gær Kristveig, 20 ára er það ekki ;) hehe
En ég er ekki frá því að þú yngist með árunum skv. þessari mynd, ekki það að þú hafir verið ellileg fyrir.
Vona að þú hafir átt skemmtilegan afmælisdag :O)
knús, She Lee
At 4:47 PM, Anonymous said…
Hæ Kristveig, sá mynd af þér og í framhaldinu slóð á síðuna þína á blogginu hennar Kollu og þú lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en þegar við vorum á Hallormsstað vor 1997!:o) Til lukku með afmælið!
kv Auður Þorgeirs, Neskaupstað
At 11:17 PM, Anonymous said…
Til hamingju með aldurinn - afsakar seinkunina, en þú veist hvernig þetta er með tímamuninn osfrv.
Þú hefur vonandi fengið pakkann, kortið, blómin og útvarpskveðjuna frá mér.
Bjarki Viðar
At 3:01 AM, Anonymous said…
Já til hamingju með afmælið. þið eruð bara öll að ná mér sem er einmitt gott. Ég hélt með Bosniu í gær. Ég er nú sammála þeim sem hafa skrifað hér á undan þú hefur nú ekki mikið breyst sem er líka gott.
Kveðja Stebbi Nóna
At 4:51 AM, Anonymous said…
Til hamingju með afmælið :)
Kveðja
Hulda
At 5:15 AM, Kristveig said…
Tackar tackar, voðalega finnst mér gaman að heyra að ég sé ekkert voðalega ellileg ennþá :) Gaman að heyra frá þér Auður! Íbúðin mín er troðfull af gjöfum frá þér Bjarki minn. :)
At 10:25 AM, Anonymous said…
Til hamingju með afmælið á föstudaginn, betra seint en aldrei:) En gaman að heyra að þú verður í kórnum sem syngur á útskriftarhátíðinni. Hlakka til að heyra í þér, skvís.. Vonandi náum við að sjá þig eitthvað..
At 10:34 PM, Anonymous said…
Hæ!
Til hamingju með daginn um daginn!
Kemur upp í hugann góð mynd sem ég á af þér með "sörpræs" svip á 19 ára afmælinu - andsk langt síðan en samt e-ð svo stutt.
Hlakka mikið til að sjá þig!
Kveðja
Imba.
At 4:52 AM, Anonymous said…
Innilega til hamingju með þrítugsafmælið (þó ég sé nokkrum dögum of sein !) :) Ég kíki ekki á blogg daglega svo ég var ekki að standa mig ;) Kveðja Hugrún
At 5:28 AM, Anonymous said…
Innilega til hamingju! (betra er seint en aldrei). Vonast til að sjá þig e-ð í sumar.
Knús og kossar,
Mary Snow
At 4:31 PM, Anonymous said…
Flott mynd elsku sætasta systirin mín! Hlakka til að fá þig heim
Koss og knús *
Þín Kristbjörg
Post a Comment
<< Home