Kristveig í Sveré

Thursday, May 25, 2006

Ljúfa líf, ljúfa líf...

Takk enn og aftur fyrir allar afmæliskveðjurnar! :)
Það er mjög gott að vera í fríi! Ég hef samt hingað til haft nóg að gera og er það vel. Afmælispartýið heppnaðist svona líka vel, ég skemmti mér alla vega konunglega og vona að ég hafi ekki verið ein um það... ;)
Í gær og fyrradag var ég að syngja við útskriftarathafnir KTH og það gekk bara vel og svo næ ég að syngja á einum hádegistónleikum í næstu viku áður en ég fer heim en ég missi af Nationaldagskonserten. Það finnst mér svolítið leiðinlegt því ég hef auðvitað tekið þátt í æfingum fyrir þá tónleika... en mér fannst nú einum of að taka mér viku í viðbót í frí...hehe
Framundan er mikið um að vera í félagslífinu. Ætla að kíkja í heimsókn til Kollu í kvöld, annað kvöld er ég að fara í partý til Stebba heima hjá Hrannari og á laugardagskvöldið hef ég um það að velja að fara í kórpartý eða bekkjarpartý hjá international nemunum sem ég hef tekið nokkra kúrsa með. Nú svo er Jötnaklúbbur á þriðjudaginn, hádegistónleikarnir á miðvikudaginn og svo fer ég heim á fimmtudaginn. Ég var með smá áhyggjur af því um daginn að þetta væri nú allt of langt frí og að mér myndi kannski bara leiðast en ég er löngu búin að sópa þeim hugmyndum út úr hausnum á mér ;) Ef veðrið verður skaplegt einhvern daginn þá langar mig líka að fara í siglingu um Skerjagarðinn, en ég verð að sjá til með það. Hér hefur verið hálfgert suddaveður undanfarið, skýjað og rigning annað slagið. Ég var náttúrulega búin að plana að liggja í sólbaði flesta daga í fríinu en það hefur ekki verið í boði hingað til, en ég held ennþá í vonina um að ég fái einhverja sól áður en ég fer... annars verð ég kannski bara að skella mér í nokkra ljósatíma til að vera ekki alveg sjálflýsandi þegar ég kem heim... ;) Ég fékk gjafakort í voða fínt spa frá afmælisgestunum. Ég ætla nú ekki að nota það í ljósatíma...hehe en það er nú alveg tilvalið að nota leiðinda veður í að láta dekra við sig á svoleiðis stað :)
Ooooo, hvað þetta er ljúft líf! :)

3 Comments:

  • At 6:15 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já um að gera að leggjast í dekur þegar veðrið er að svona óyndislegt við þá sem eru í fríi. Ég held það hagi sér svona fyrir okkur sem erum enn að læra.

     
  • At 11:22 AM, Anonymous Anonymous said…

    Heisan KELLLING :-) Gott að heyra að próf gengu vel og að þú njótir frísins. Nú eru ekki margir dagar þangað til við sjáumst JIBBÍÍ... Kem heim sunnudaginn 11.júní og vonast til að sjá þig og aðra sem allra fyrst. Hlakka til að eiga góða stund með þér og gellugenginu á Fróni. Þá verður sko kjaftað og helgið o.s.frv eins og okkar er von og vísa heheh... Og svo verður auvitað hörku djamm á Akureyris. Klem frá KELLINGUNNI í Geilo :-)

     
  • At 12:19 PM, Blogger Kristveig said…

    Jahá, það verður sko vel tekið á því á Akureyri!!! Hlakka til að sjá þig Íris mín! ;)

     

Post a Comment

<< Home