Komin upp á klakann
Já, þá er ég komin heim á Íslandið góða. Átti voða notalega daga í Stokkhólmi þrátt fyrir hálfgert suddaveður. Var aðallega bara í því að gera vel við mig og hitta fólk, voða gott. Kom heim á fimmtudagskvöldið og fór í vinnuna strax á föstudagsmorguninn. Fannst mjög fínt að koma mér aðeins í vinnugírinn, hitta vinnufélagana og svona en ég verð nú að viðurkenna að ég var pínu sybbin þennan dag ;) Um kvöldið hittumst við söngskólavinkonurnar og sötruðum rauðvín og kjöftuðum, svooooo gaman.
Það hefur rignt yfir mig afmælisgjöfum héðan og þaðan. Fékk ótrúlega flott sólgleraugu með sjónglerjum frá systkinum mínum og svo gáfu söngskólastelpurnar mér eyrnalokka, armband og silfurskó!!! Það margborgar sig að verða þrítugur, ég er alveg búin að sjá það...hehe.
Mamma kom í bæinn í gær og við eyddum deginum saman, kíktum til afa og ömmu og vorum svo bara í rólegheitunum hér heima hjá mér. Í dag hitti ég Rebekku, Jarrad, Kiru og Imbu á kaffihúsi og svo er ég á leiðinni til afa og ömmu í hvítasunnumat :)
Ótrúlegt annars hvað maður rekst á marga sem maður þekkir ef maður fer út úr húsi. Hitti Silju verkfræðigellu og Sirrý MA-gellu í Smáralindinni í gær og svo hitti ég Ingu Dagmar sem var landvörður með mér í Jökulsárgljúfrunum fyrir utan Nauthól eftir kaffiferðina með Imbu, Rebekku og co. Ég var næstum búin að gleyma því hvað Ísland er lítið...hehe Ég var eiginlega líka búin að gleyma stressinu hér... Fór í Bónus á föstudaginn og ég hélt að kassadaman væri á spítti, hún renndi vörunum svo hratt í gegn og svo fékk hún líka næstum kvíðakast þegar eitthvað klikkaði í kassanum og ég þurfti að bíða pínu... Vona að ég nái að halda í sænsku rólegheitin í smá tíma í viðbót, það er svo þægilegt við svona aðstæður :)
Það hefur rignt yfir mig afmælisgjöfum héðan og þaðan. Fékk ótrúlega flott sólgleraugu með sjónglerjum frá systkinum mínum og svo gáfu söngskólastelpurnar mér eyrnalokka, armband og silfurskó!!! Það margborgar sig að verða þrítugur, ég er alveg búin að sjá það...hehe.
Mamma kom í bæinn í gær og við eyddum deginum saman, kíktum til afa og ömmu og vorum svo bara í rólegheitunum hér heima hjá mér. Í dag hitti ég Rebekku, Jarrad, Kiru og Imbu á kaffihúsi og svo er ég á leiðinni til afa og ömmu í hvítasunnumat :)
Ótrúlegt annars hvað maður rekst á marga sem maður þekkir ef maður fer út úr húsi. Hitti Silju verkfræðigellu og Sirrý MA-gellu í Smáralindinni í gær og svo hitti ég Ingu Dagmar sem var landvörður með mér í Jökulsárgljúfrunum fyrir utan Nauthól eftir kaffiferðina með Imbu, Rebekku og co. Ég var næstum búin að gleyma því hvað Ísland er lítið...hehe Ég var eiginlega líka búin að gleyma stressinu hér... Fór í Bónus á föstudaginn og ég hélt að kassadaman væri á spítti, hún renndi vörunum svo hratt í gegn og svo fékk hún líka næstum kvíðakast þegar eitthvað klikkaði í kassanum og ég þurfti að bíða pínu... Vona að ég nái að halda í sænsku rólegheitin í smá tíma í viðbót, það er svo þægilegt við svona aðstæður :)
4 Comments:
At 8:29 AM, Anonymous said…
Velkomin heim - og til hamingju með ammælið!!! (ein smá á eftirá :( ... )
Verst að ég er líka það mikið á eftirá að ég veit ekki einu sinni hvað þú ert að gera í sumar? Ertu hér í Rvk?? Ef svo er - endilega láttu í þér heyra... væri gaman að hitta gamla skólafélaga á góðum degi...
At 2:02 AM, Kristveig said…
Takk Birna mín. :) Jú, ég verð á Fróninu í sumar, í vinnu á Almennu. Reynum endilega að hittast :)
At 10:56 AM, Anonymous said…
Jag saknar dig! Þú ættir frekar að vera í Stokkhólmi í fríi núna með mér í góða veðrinu en um daginn í suddanum. Nú er að skella á hitabylgja og við stefnum á að halda grill/innflutningspartý á baðströndinnni hérna við hliðina á en þín og Stebba verður sárt saknað.
At 7:26 AM, Kristveig said…
Saknar dig med! Ooooo hvað ég vildi að ég væri komin til ykkar!!! Það hefði nottla verið snilld að vera í fríi með þér í góða veðrinu...
Post a Comment
<< Home