Váááááá...
....hvað það er gaman að verða 10 ára stúdent! Fór norður á miðvikudaginn í síðustu viku til að júbílera ásamt félögum mínum úr MA og þvílík snilld, segi ég nú bara! Ég sem er búin að vera að bölva því að aldurinn skuli færast yfir en þetta gerir það bara að verkum að ég er strax farin að hlakka til að verða 15 ára stúdent! ;) Ferðin byrjaði á sjö tíma ferðalagi mínu og Siggu norður til Akureyrar. Vorum frekar lengi á leiðinni eins og glöggir lesendur átta sig á en við þurftum að tala svo mikið að okkur veitti sko bara alls ekkert af þessum tíma... Rétt náðum í skottið á nokkrum MA félögum sem höfðu hist á bar einum og þá strax komst maður í gírinn. Fimmtudagurinn byrjaði á sundferð og svo var haldið í ótrúlega skemmtilega óvissuferð um Eyjafjörðinn. Um kvöldið grillaði hinn stórskemmtilegi bekkur 4T í sveitinni heima hjá oddvitanum Axel Grettissyni og þar trölluðum við m.a. "4T, 4T, 4T, elíta skólans, það held ég" sem er frumsamið lag eftir Ómar bekkjarfélaga okkar, mjöööög flott lag! Svo fórum við í bæinn og við þessi allra hörðustu enduðum svo á mjög svo steiktu en skemmtilegu eftirpartýi til 6 um morguninn. Föstudagurinn fór að mestu í sundferð og almenna afslöppun og svo byrjaði bekkjarkokkdillir hjá Þorgerði upp úr 5. Síðan var skundað í höllina og þar beið okkar þriggja rétta máltíð og tjútt á eftir. Okkar árgangur átti lang"besta" skemmtiatriðið þar sem Frímann fór með gamansögur... mjöööög fyndnar...hehemmm ;) Ég átti stórleik á barnum (að eigin áliti...hehe) og tókst að láta júbílanta á öllum aldri (upp í 60 ára...) bjóða mér og vinkonum mínum í glas...hehe Þetta kvöld endaði líka í mjög skemmtilegu eftirpartýi og ekki síðra rölti á nætursöluna og svo heim. Öll herlegheitin kórónuðust svo þegar pabbi hennar Þorgerðar bauð upp á amerískar pönnsur með öllu tilheyrandi á laugardagsmorguninn, þvílíkt lostæti! Ég var náttúrulega stálslegin eftir þetta kjarnafæði og skellti mér niður í bæ að hlusta á Eddu hans Halldórs Svavars flytja fjallkonuljóð, kíkti einn rúnt um gamla skólann minn, fór í útskriftarveislu til Eddu og brunaði svo heim í sveitina með pabba og mömmu. Átti mjög notalega tvo daga í heiðardalnum í blíðskaparveðri og kom svo hingað suður aftur í gær. Myndin (sem ég veit nú ekkert hvar mun lenda í textanum) er af Írisi, Siggu, mér, Boggu og Þorgerði í kokkdillinum á föstudagskvöldið. ;)
4 Comments:
At 5:48 AM, Anonymous said…
Þú lítur alveg ótrúlega vel út. Kíki reglulega á bloggið þitt sem og annarra bekkjarfélaga.
Kveðja
Hulda
At 9:32 AM, Kristveig said…
Takk fyrir það Hulda mín. :) Er það þá miðað við aldur...hehe
Hvenær fær maður svo að sjá þig og bumbuna???
At 5:22 PM, Anonymous said…
Hæ!
Takk fyrir góða skemmtun f norðan, skemmtilega WC ferð á Vélsmiðjunni, eftirpartý og fleira...
Sjáumst vonandi bráðlega hérna í Reykjavíkinni,
kv. imba.
At 2:05 AM, Anonymous said…
Það má skoða bumbuna hvenær sem er en ég ábyrgist ekki tilvist hennar nema hálfan mánuð enn..gæti þó dregist í 6 vikur.
Heyrði annars að Hlín stefndi á verkfræðipartý í sumar...sel það ekki dýrara en ég keypti það ;)
Kveðja
Hulda
Post a Comment
<< Home