Ja hérna hér...
Í dag fékk ég út úr síðasta verkfræðiprófinu mínu og haldiði að ég hafi ekki bara verið næstum fallin!!! Svei mér þá... það hefði nú verið spes að falla á síðasta prófinu sínu...hehe Ég var nú eiginlega frekar sjokkeruð yfir þessu enda fannst mér eins og mér hefði gengið ágætlega... en svo kom í ljós að maður þurfti að hafa 70% rétt til að ná og ég var með 75%. Hafði sko misskilið heila spurningu og því fengið núll fyrir hana... en að öðru leyti gekk prófið ágætlega eins og ég hélt... :P
Staðan í skólanum er þá sem sagt þannig að ég var að klára annan kúrsinn minn í dag og svo lýk ég hinum þann 14. des. Hlakka óendanlega til þess!
Var annars að syngja á fernum aðventutónleikum á laugardaginn var og það var þvílíkt gaman! Tónleikarnir voru í Blå hallen í Stadshuset (þar sem nóbelsverðlaunin eru afhent!) og tókust svona líka vel og það var mesta furða hvað maður hafði úthald í að syngja mikið á einum degi á fullu blasti... híhí... ;)
Staðan í skólanum er þá sem sagt þannig að ég var að klára annan kúrsinn minn í dag og svo lýk ég hinum þann 14. des. Hlakka óendanlega til þess!
Var annars að syngja á fernum aðventutónleikum á laugardaginn var og það var þvílíkt gaman! Tónleikarnir voru í Blå hallen í Stadshuset (þar sem nóbelsverðlaunin eru afhent!) og tókust svona líka vel og það var mesta furða hvað maður hafði úthald í að syngja mikið á einum degi á fullu blasti... híhí... ;)
8 Comments:
At 2:52 PM, Anonymous said…
þú náðir og það er fyrir öllu, þú ert alltaf svo duglega elskan;) Var líka í prófi og gekk allt í lagi,...vonum það og nú eru bara tvö próf eftir af þessu blessaða námi mínu og þá styttist óneitanlega í að við flytjum út....oh það verður æði. Vona að við hittumst eitthvað á meðan þú ert hérna heima þrátt fyrir að ég viti að það verður nóg að gera í að hitta famelýjuna. Flott stjórn sem þú ert í. Hlakka til að sjá þig og gangi þér vel þann 14. en þá er ég líka búin. Bið að heilsa liðinu þarna úti sérstaklega Stebba diskó;)luv Ólöf
At 2:53 PM, Anonymous said…
úff ég skrifa eins og ég kunni ekki íslensku...sorrý...las þetta ekki yfir áður en ég sendi þetta. lolla lipurtá
At 1:18 AM, Kristveig said…
Gaman að heyra frá þér Ólöf mín! Reynum endilega að hittast eitthvað :) Líklegast er að ég verði fyrir norðan 22. til 31. des og fari þá suður. Svo flýg ég út 10. jan. Verðið þið fyrir norðan bæði jól og áramót?
At 3:31 PM, Anonymous said…
Hæ!
Væri alveg til í að sjá framan í þig líka, sé að þú verður heillengi í fríi, ferð ekki fyrr en 10. út aftur... Svo ef þú mögulega mátt vera að (skil það ef þú hefur í mörg horn að líta í Íslandsdvölinni) býð ég þér upp á kaffibolla og tilheyrandi!
Kveðja, Imba.
At 1:09 AM, Kristveig said…
Já, það væri nú gaman að kíkja í kaffi! Verðum endilega í bandi með það eftir áramótin :)
At 2:02 PM, Anonymous said…
Gleðileg Jól Kristveig. Gangi þér bara vel efir áramót í öllu því sem þú ferð að gera. Maður heldur áfram að lesa bloggið og fá þannig fréttir af þér
Kveðja Stebbi Nóna
At 4:12 AM, Anonymous said…
Gleðilegt nýtt ár Kristveig og takk fyrir skemmtilegt blogg á árinu og vertu svo dugleg að lofa okkur að fylgjast aðeins með hvernig gengur hjá þér.
At 4:25 AM, Kristveig said…
Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár!!! Takk fyrir kveðjurnar :)
Post a Comment
<< Home