Kristveig í Sveré

Sunday, October 22, 2006

Hola Barcelona!

Það er búið að vera mikið um að vera hjá mér undanfarið og má þá helst nefna að prófin gengu vel og þeim lauk ég síðast liðinn miðvikudag.
Á fimmtudaginn komu Kristbjörg, Adda, Ella, Soffía og Svanur hingað og við erum búin að vera í stanslausu skemmtiprógrami síðan þá ;) Erum t.d. búin að rölta um gamla stan, fara á kaffihús, fara í túristasiglingu í kringum Djurgården (ein af 2400 eyjum hér í Skerjagarðinum) og svo auðvitað í örfáar búðir... Á föstudagskvöldið vorum við hér hjá mér ásamt Dagnýju, Stebba, Siggu og "vinkonu" hennar Siggu. Skelltum okkur svo á Golden hits barinn og dönsuðum fram á nótt, algjör snilld því ég hef ekki verið nógu dugleg að fara út að dansa hér í Stokkhólmi :)
Í gærkvöldi vorum við aðeins rólegri og ég og Íslendingastóðið mitt fórum voða fínt út að borða ásamt Anniku. Í dag héldu svo allir heim á leið... Ég skellti mér hins vegar út í Spånga kyrka og söng með kórnum mínum. Þetta voru afar vel heppnaðir tónleikar, þó ég segi sjálf frá, og einstaklega fallegur hljómur í þessari kirkju.
Á morgun er það svo Barcelona, jibbí!!!

6 Comments:

  • At 9:32 AM, Anonymous Anonymous said…

    Góða skemmtun í Barcelona:)
    Kv.
    Vala

     
  • At 3:50 PM, Blogger Kristveig said…

    Hehe... Sigga þekkir hana sko ekkert en var svo góð að taka hana með fyrir fyrrverandi kennara sinn heima á Íslandi...

     
  • At 4:33 PM, Anonymous Anonymous said…

    hæhæ Gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá þér elskan og nóg að gera. He he ég var líka að spá í þessa vinkonu í gæsalöppunum og var viss um að þú værir að reyna að segja okkur hinum og sætan hátt að sigga væri að koma út úr skápnum...gott að þessi misskilningur minn varð ekki að misskilningi. Allavega allt gott héðan af Fróni nema hvað það er helst til of kalt. Við erum svo búin að ákveða að kveðja Frón á næsta ári og reyna að næla í okkur smá hlýju í Svíþjóð....já við erum á leiðinni, eins gott þú verðir eitthvað áfram...hver veit nema ég verði farin að rífa kjaft við fólkið í strasanum áður en langt um líður. Jæja nóg af okkur, hafið það rosa gott í borginni fínu og elskaðu sjálfa þig;) Lov u Olla bolla á íslandi

     
  • At 6:32 AM, Blogger Kristveig said…

    hehe... fattaði ekki að þetta getur hljómað eins og þær séu lessur...hehemmm :P
    Frábært að þið séuð að flytja til Svíþjóðar! Veit ekki hvenær ég flyt heim en það væri gaman ef við værum báðar í landinu á sama tíma. Annars er Kristbjörg líka að fara að flytja til Sverige, hún flytur í lok ágúst til Falun. :)

     
  • At 4:19 PM, Anonymous Anonymous said…

    Trevlig resa!

    Kv, HK...og ábyggla Skófí líka :)

    P.s. des nálgast, þú heim um jólin?

     
  • At 2:20 AM, Blogger Kristveig said…

    Júbb, kem heim 21. des og vil endilega hitta ykkur! ;)
    Næ því nú líklega ekki fyrir jól en ég kem nottla suður aftur áður en ég fer út! Verðum endilega í bandi með hitting :)

     

Post a Comment

<< Home