Kristveig í Sveré

Thursday, November 23, 2006

Jesss!!!!!!!!

Í dag var ég í síðasta prófinu sem ég tek í verkfræðináminu mínu!
Ég er reyndar ekkert búin með önnina... Er í tveimur kúrsum núna og annar þeirra er próflaus og í hinum var ákveðið að hafa prófið frekar núna en í lok annar. Framundan eru endalaus verkefni í þessum kúrsum mínum en það er samt mjöööög ljúft að þurfa ekki að hugsa um fleiri próf!!! :)
Annars er svo sem ekki margt að frétta... Fór á tónleika um daginn með amerískum tónlistarmanni sem heitir Sufjan Stevens. Alveg stórskemmtilegir tónleikar. Ég hafði nú ekki heyrt nein lög fyrir tónleikana en þetta var mjög flott og grípandi tónlist með alls konar skrýtilegheitum og smart takti. :)
Fór í svaka kórstjórnarpartý um þarsíðustu helgi... ekki alslæmt að hafa látið plata sig í að vera í þessari stjórn... hehe


Svo var þemapartý hjá kórnum um síðustu helgi og ég var norn... Með mér á efri myndinni er Lilla My úr Múmínálfunum og á neðri myndinni eru líka Ronja ræningjadóttir og Lína langsokkur...

4 Comments:

  • At 6:34 AM, Anonymous Anonymous said…

    Vá til hamingju med ad vera búin med oll próf!!! Sjálf á ég eftir adeins 2 próf sem ég fer í e-n tíma eftir ad ég kem heim frá Bólivíu. Hvernig er med thig svo og lokaverkefni? hvenaer byrjar thú á thví og hvad tekur thad langan tíma?
    Kv Rúna

     
  • At 12:46 PM, Anonymous Anonymous said…

    Tú átt tú ekkert betra skilið en góda fjolskyldu Kristveig mín ... svo sait og fín!

     
  • At 3:41 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ!
    Til hamingju með að klára prófin!!!
    Geri ráð fyrir að allt hafi gengið vel - eins og alltaf hjá þér!!

    Sufjan er bara frábær - sá hann í Fríkirkjunni fyrir viku, magnaðir tónleikar. Þekkti nú reyndar öll lögin fyrir, uppgötvaði hann fyrir nokkrum mánuðum. Textarnir eru líka margir merkilegir - ættir að hlusta á t.d. "John Wayne Gazy jr" og "Casimir Pulaski day" svo e-r séu nefnd....

    Hafðu það gott góða mín,
    kv, Imba.

     
  • At 2:22 AM, Blogger Kristveig said…

    Tackar, tackar :) Ég var nú svo ánægð með þetta að ég hoppaði í smá stund hér um íbúðina! híhí... ;)
    Stefnan er að vinna lokaverkefnið í jan-maí... og ef allt gengur upp þá ætti ég að klára í byrjun júní.

     

Post a Comment

<< Home