Kristveig í Sveré

Tuesday, June 12, 2007

Jibbíííííí!

Í dag fékk ég verkefnið mitt endanlega samþykkt af prófdómara! Nú á ég bara eftir að setja það í prentun og svo verður það líka birt á heimasíðu KTH. Ég er alveg í skýjunum!


Annars er það helst af mér að frétta að Sigurlaug mín og Viðar hennar komu í heimsókn til mín 1.-8. júní og það var ekkert smá gaman að hafa þau. Ég tók mér alveg frí frá verkefninu þessa viku og við vorum alveg ótrúlega heppin með veðrið, um 25 stiga hiti og glampandi sól alla dagana. Við fundum okkur ýmislegt til dundurs (fyrir utan að njóta veðurblíðunnar); röltum um bæinn, fórum upp í Kaknästornet og horfðum yfir borgina úr 155 m hæð, fórum í smá siglingu yfir í Fjäderholmarna hér í Skerjagarðinum, fórum á frábæra íslenska tónleika og margt fleira. Á þjóðhátíðardaginn (6. júní) var kórinn minn með tónleika og Sigurlaug kom á þá, voða gaman að hafa hana í salnum :)



Síðast liðinn laugardag söng kórinn minn í sumarveislu Marie Fredriksson (úr Roxette) og það var nú ekki leiðinlegt að syngja fyrir fullt af frægu liði. Reyndar þekkti ég nú ekki mörg andlit en ég þekkti þó Marie, Per Gessle og svo Martin Timell (sem er nokkurs konar sjónvarpssmiður). Eftir sönginn kíktum við Dagný í partý til Siggu frænku. Mjög gaman að hitta hana aðeins. Það verður líka ekki á næstunni sem ég hitti hana aftur því hún er að fara að vinna í Úganda í nokkra mánuði.

Er búin að kíkja tvisvar í heimsókn til Kollu og Andra til að skoða Jakob Tuma litla og hann er rosalegt krútt! Næstu helgi er ég svo að fara að skoða annan Tuma, nefnilega Írisartuma. Hlakka ekkert smá mikið til! :)

8 Comments:

  • At 3:44 AM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju Kristveig mín! Þú ert snillingur :-) Hlakka ekkert smá til að fá þig hingað til okkar í heimsókn. Knús og kossar Íris og Tumi

     
  • At 6:05 AM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með verkefnið:)
    Kv.
    Vala

     
  • At 7:26 AM, Blogger Rúna said…

    Víhí innilega til hamingju elsku Kristveig mín :)
    Verðum að fara að heyrast! Er spennt að heyra hvernig plönin þín eru!!

     
  • At 3:54 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ og til hamingju!
    Frábært að vera bara búinn með heilt framhaldsnám...
    Hvernig verður svo sumarið hjá þér? Það væri nú gaman að fá aðeins að sjá framan í þig, hvort sem það verður nú hér á Fróni eða í Sverige.
    Bið að heilsa, knúsaðu líka litla Tuma og mömmu hans í Noregi frá mér.
    Kveðja, Imba.

     
  • At 1:44 PM, Blogger Kristveig said…

    Tusen tack elskurnar!
    Er voðalega ánægð með þetta! :)
    Kem til Íslands 6.júlí, verð í fríi allan júlí og svo verð ég kannski hluta af ágúst hér í Stokkó. Heyrumst endilega sem fyrst Rúna mín og ég er alltaf til í hitting Imba, hvort heldur sem er hér eða á Íslandi :)

     
  • At 6:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sæl Kristveig til haminfju með þennan frábæra árangur í skólanum það er gaman að filgjast með þér þó ég kommenti ekki oft þá fer ég á s+iðuna þína á hverjum deigi.endilega kíkja á mína og skilja eftir komment bæbæ

     
  • At 6:26 AM, Anonymous Anonymous said…

    Skrifaði ekki nafnið mitt með en þetta er ég Helga Lína hlakka til að sjá þig i sumar

     
  • At 5:38 AM, Blogger Kristveig said…

    Takk fyrir kveðjuna Helga Lína :)

     

Post a Comment

<< Home