Ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég fer í fríið!
Jamm, nú ætla ég að taka mér sumarfrí innanlands í fyrsta skipti á ævinni! Ætla að fara heim í heiðardalinn og hjálpa pabba og mömmu við að mála húsið og fleira. Reyndar er spáin fyrir Norðurland ekkert allt of góð næstu daga en ég fer nú ekki fyrr en á laugardaginn og eftir að ég er mætt á svæðið hlýtur sólin að láta sjá sig... Það er eiginlega nauðsynlegt fyrir mig að fá nokkra sólardaga því ég náði mér í svo svaðalega ljótt brúnkufar á Heklu... Var sem sagt í ermalausum vaffhálsmálsbol og farið er er því ekki fínt!
Fékk að vita það í dag að ég er með svo lítið járn í blóðinu að það er varla mælanlegt og blóðrauðinn mældist ekki nema 122 svo að ég get nú alveg gleymt draumnum um að léttast við það að gefa blóð... :o( Nú verð ég bara að lifa á slátri og rauðu kjöti fram á haust en þá ætlar pabbi að mæla þetta aftur.
Það helsta sem er annars í fréttum er að ég er búin að fá inni í KTH í Stokkhólmi og fer sennilega út í kringum 20. ágúst! Jei! ...og það var nú ekki laust við að það færi smá lærdómsfiðringur um mig þegar þetta var ljóst. Það er alltaf svo gaman að byrja í skólanum!
Jæja, segi þetta gott í bili,
Túrílú, Kristveig
Fékk að vita það í dag að ég er með svo lítið járn í blóðinu að það er varla mælanlegt og blóðrauðinn mældist ekki nema 122 svo að ég get nú alveg gleymt draumnum um að léttast við það að gefa blóð... :o( Nú verð ég bara að lifa á slátri og rauðu kjöti fram á haust en þá ætlar pabbi að mæla þetta aftur.
Það helsta sem er annars í fréttum er að ég er búin að fá inni í KTH í Stokkhólmi og fer sennilega út í kringum 20. ágúst! Jei! ...og það var nú ekki laust við að það færi smá lærdómsfiðringur um mig þegar þetta var ljóst. Það er alltaf svo gaman að byrja í skólanum!
Jæja, segi þetta gott í bili,
Túrílú, Kristveig
4 Comments:
At 3:46 PM, Anonymous said…
Til hamingju með að komast inn og góða ferð norður!!
Fer svo ekki að koma að húsmæðraorlofinu??
At 5:07 PM, Kristveig said…
Takk Birna mín. ...og jú, á ekki bara að stefna á 2. helgina í júlí?
At 4:37 PM, AuðurA said…
Til hammó með skólann :)
At 5:47 PM, Kristveig said…
Tack så mycket! :o)
Post a Comment
<< Home