Kristveig í Sveré

Monday, June 06, 2005

Helgarpistillinn

Helgin byrjaði nú ekki vel. Það hefur einhver hálfviti keyrt á bílinn minn hér fyrir utan vinnuna mína á föstudaginn og síðan bara drifið sig í burtu og eftir sit ég með sárt ennið og beyglaðan bíl! :o(
Að öðru leyti var helgin góð. Við söngskólasysturnar hittumst á föstudagskvöldið hjá mér, borðuðum góðan mat, dukkum rautt og hvítt, kjöftuðum óendanlega mikið og ein tilkynnti um óléttu sína!!!
Á laugardaginn keypti ég mér nýja og fína skó og fannst tilvalið að rölta berfætt í þeim fram og aftur um Laugaveginn... hmmmm... það endaði náttúrulega með nokkrum blöðrum... en eins og margþekkt er þá gildir "bjútí is pein" alltaf...
Fór á tónleika með An Sofie von Otter á laugardagskvöldið og hún er algjört æði!!!
Í gær fór ég svo á tvær listasýningar og útgáfutónleika með Hildi Völu. Tónleikarnir voru rosa fínir og hún er svooo mikið krútt hún Hildur Vala!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home