Kristveig í Sveré

Monday, June 13, 2005

Hekla sigruð!

Við Auður fengum að fara með í frændsystkinaferð Dagnýjar á Heklu á laugardaginn. Veðrið var fullkomið; sól, logn og örugglega hátt í 20 stiga hiti! Ferðin var algjörlega brilliant og ótrúlega gaman að sjá heita hraunið á toppnum eftir að hafa gengið á jökli upp mest alla hlíðina. Útsýnið var svo auðvitað svakalega flott! Eins og sönnum Íslendingi sæmir þá bar ég ekki á mig sólarvörn og er því frekar brunnin... hehemmm..
Í gær fór ég í skírn til Baldurs, bekkjarbróður míns úr MA, en skyndilega breyttist skírnin í brúðkaup, öllum að óvörum! Rosa krúttleg athöfn sem var haldin í grasagarðinum í Laugardal! Ég held ég sé ennþá í sjokki yfir þessu! :o) ...en það er gaman að sjá að það eru ekki allir að missa sig í risavaxin og rándýr brúðkaup sem bera þess oft merki að menn séu búnir að missa sjónar á aðalatriðinu...

1 Comments:

  • At 1:19 AM, Anonymous Anonymous said…

    Vá !! En rómantískt ! , gaman að þessu- líka tími til kominn enda 2 börn og svona :)Alveg sammála um að brúðkaup geti verið jafn frábær svona- það þarf enga voða veislu og allt risa.

     

Post a Comment

<< Home