Sahaja jóga
Fór í Sahaja jóga í gærkvöldi og það var eiginlega alveg merkileg upplifun og alla vega það forvitnileg að mig langar að fara í næsta tíma. Kann nú ekki alveg að skýra frá því í stuttu máli út á hvað þetta gengur en eitt málið er t.d. að maður hugsar allt of mikið! ...og maður á að læra að hvíla hugann og hreinsa út óþarfa tilfinnigar eins og sektarkennd sem er alltaf að flækjast fyrir manni. Æi, þetta hljómar kannski ekki alveg nógu sannfærandi hjá mér en ég mæli alla vega með þessu. Það er ókeypis að mæta og byrjunartímar eru á fimmtudagskvöldum kl. 20 í Borgartúni 20 (sama húsi og VSÓ). Ætli VSÓ gellurnar séu ekki búnar að prófa þetta...
Í gær fór ég líka í blóðbankann og ætlaði að gefa blóð (megrunartips Huldu...hehe...) en þá er kerfið þannig að þó ég hafi gefið blóð á Akureyri þá er ekki sameiginlegur gagnagrunnur hér og þar svo að það þarf að blóflokkagreina mig aftur og gera alls kyns próf áður en ég get gefið. Ég þarf því að bíða í tvær vikur með að léttast um þetta hálfa kíló...
Í gær fór ég líka í blóðbankann og ætlaði að gefa blóð (megrunartips Huldu...hehe...) en þá er kerfið þannig að þó ég hafi gefið blóð á Akureyri þá er ekki sameiginlegur gagnagrunnur hér og þar svo að það þarf að blóflokkagreina mig aftur og gera alls kyns próf áður en ég get gefið. Ég þarf því að bíða í tvær vikur með að léttast um þetta hálfa kíló...
4 Comments:
At 4:00 PM, she said…
þetta þarf maður að prufa...
At 2:29 AM, Kristveig said…
Já, endilega! Ég ætla einmitt að fara í framhaldstíma í kvöld :)
At 6:07 AM, Anonymous said…
Jamm, ég er nú búin að bæta á mig hálfa kílóinu sem ég missti í blóðbankanum hérna um daginn...en nú eru bara rúmir 3 mánuðir í að maður fari aftur og missi 500 g sín ;);)
Svo er bara að gerast líffæragjafi...skilst að maður missi heilmikið við að gefa hálfa lifur eða svo ;)...tíhí
Hulda
At 10:01 AM, Kristveig said…
Já, líffæragjöf...hehe... það væri það... Annars sagði skarpur bekkjarbróðir minn úr MA eitt sinn við félaga sinn: Hei, Árni, ekki vissi ég að þú værir líffæragjafi! Hvað ertu búinn að gefa mörg líffæri?!? hehe...
Post a Comment
<< Home