Kristveig í Sveré

Wednesday, July 06, 2005

Komin aftur í borg óttans...

...og byrjuð að vinna aftur á kontórnum. Það á nú ekki alveg eins vel við mig að vinna inni á sumrin eins og að moka skurði en maður lætur sig hafa það að glápa á tölvuskjáinn allan daginn í nokkrar vikur í viðbót...
Ég er búin að panta mér flug út til Stockholm 23. ágúst svo að nú verður ekki aftur snúið með skólavistina í Svíþjóð. Á eftir að redda mér íbúð og er dálítið stressuð yfir því en það hlýtur að bjargast einhvern veginn... Námið sem ég er að fara í heitir Samhällsplanering og er einhvers konar skipulagsfræði. Ég er ekki alveg búin að ákveða fyrir víst alla kúrsana en það kemur t.d. vel til greina að tengja skipulagsmálin við vegtækni eða eitthvað slíkt. Er bara búin að veja kúrsa fyrir haustönnina og þeir eru allir nokkurs konar grunnur í skipulagsmálum... (aðallega borgarskipulag, held ég). En þetta á nú vonandi eftir að skýrast betur þegar ég verð komin út og búin að kynna mér þetta allt saman betur! :o)
Annars lítið í fréttum nema að ég er að fara í gönguferðina mína 14.-18.júlí og er bara að vona að veðrið verði gott því þetta eru víst ansi flottar leiðir sem á að ganga. ;o)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home