Kristveig í Sveré

Wednesday, July 12, 2006

Dugnaðurinn...

...er alveg að fara með mig þegar kemur að bloggi...hehemmm.
Það helsta sem á daga mína hefur drifið síðan síðast er að á laugardaginn hljóp ég síðasta spölinn (frá Húsgagnahöllinnni niður á Hafnarbakka) með þremur fræknum görpum sem hlupu alla leiðina frá Hellu til styrktar Blátt áfram samtökunum. Þetta var mjög mikil stemmningsferð og ótrúlegt að kapparnir hafi getað hlaupið þessa 100 km þar sem þeir eru engir langhlauparar þó þeir séu reyndar í toppformi... Kristbjörg og fleiri hlupu með þeim frá Litlu kaffistofunni (um 27 km) og ég sá eiginlega pínu eftir því að hafa ekki hlaupið aðeins lengra því það var, eins og gefur að skilja, ekki farið mjög hratt yfir þennan síðasta spöl... ;) En engu að síður var þetta mjög skemmtilegt og gaman að taka þátt í að styrkja gott málefni.
Á mánudaginn var gengum við nokkur yfir Leggjabrjót (frá Hvalfjarðarbotni yfir að Þingvöllum) með smá útúrdúr að Glym og sú ferð heppnaðist svona líka rosa vel. Fengum fínt veður, það rigndi reyndar smá en veðrið var milt og nánast logn allan tímann svo að við vorum alsæl með þetta. Um kvöldið grilluðum við á Þingvöllum og áttum voða fína kvöldstund í góðum félagsskap og blíðskaparveðri.
Framundan er margt spennandi... Rúna mín er komin til landsins og ég ætla að reyna að hitta hana sem fyrst. Um næstu helgi fer ég norður í Skagafjörð til að syngja með kór Snartarstaðakirkju við messu á Hólum í Hjaltadal og þá ætla ég að reyna að heimsækja Boggu í leiðinni. Nú svo er Stokkhólmarahittingur helgina þar á eftir og svona mætti lengi telja... Sem sagt stanslaust stuð á kellunni...hehe :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home