Kristveig í Sveré

Saturday, July 01, 2006

Krúttlega Ísland!

Var á röltinu niður Laugaveginn í gær í dýrindis veðri og sá þá merki um það hvað Íslendingar geta verið óendanlega krúttlegir. :) Á skökku pappaspjaldi á hurð að einhverri smáverslun stóð handskrifað: "Lokað í dag frá kl 15 vegna HM" Mér fannst þetta bara algjör snilld!
Annars er nú ekki mikið að frétta... fékk reyndar streptokokka á mánudaginn og lá í bælinu með hita og beinverki þar til á fimmtudaginn. Vá hvað það var leiðinlegt! Það var alveg til að bjarga geðheilsunni að mæta aftur í vinnuna :)
Ég er eitthvað voða andlaus í að skrifa núna... Meira síðar... Góða helgi! :)

2 Comments:

  • At 8:50 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gott að þú ert orðin frísk.En hvað ertu að vinna ?Kemuru ekkert á skerið ?og þá meina ég meira en bara í vin heldur hingað í þorpið svo maður fái tækifæri á að heilsa þér ?kveðja Helga Lína

     
  • At 5:35 AM, Blogger Kristveig said…

    Hæ Helga. Ég er að vinna á verkfræðistofu hér í bæ :) Var í Vin 17.-19. júní en kom víst ekkert við á skerinu í það skiptið... En ég reikna nú með að kíkja einu sinni norður áður en ég fer aftur út í lok ágúst ;)

     

Post a Comment

<< Home