Kristveig í Sveré

Sunday, September 17, 2006

Búin að kjósa...

Já, ég skellti mér á kjörstað hér í Stokkhólmi og kaus í sveitarstjórnar-, sýslu- og bíltollakosningum. Það var ekki laust við að þær færi smá fiðringur um mig við þessa athöfn... veit samt ekki alveg af hverju. :P Hef aldrei fundið fyrir þessum fiðringi heima þrátt fyrir að atkvæði mitt þar væri muuuuun "stærra" en hér...
Er annars búin að vera inni að læra alla helgina. Fór reyndar í dýrindis hjartarsteik til Dagnýjar á föstudaginn og það var mjög góð upplyfting. Svo bauðst mér að fara með Katrínu, Steinari, Stebba og kannski einhverjum fleirum í Skerjagarðssiglingu í dag. Mig langaði alveg voðalega að fara með en samviskan ríghélt mér heima og ég las í staðinn :-/
Jæja, farin að sofa :)

4 Comments:

  • At 4:37 AM, Anonymous Anonymous said…

    hæ elskan, takk fyrir síðast, oh hvað þú ert dugleg að læra ....ég veit það styttist í stóra daginn...22 sept. Skemmti mér alveg rosalega vel þarna úti hjá þér og við verðum að reyna að passa að hittast allavega einu sinni á ári og gera einhverja vitleysu. Hvernig var með myndirnar, helduru að þú getir sent mér þær en bara eftir 22.sept.:) Það væri gaman...ég á einmitt nokkrar brjóstaskorumyndir og myndbönd sem ég hef aðeins hlegið að eftir að ég kom heim. Ferðin gekk bara vel en aumingja Erla gleymdi fríhafnarpokanum í bílnum mínum þannig að vínið og allt gotterýið úr fríhöfninni er enn í vörslu hjá mér...enda vil ég ekkert að hún fari strax til Salarnar aftur, hún átti nógu góðan tíma með honum úti. Annars allt gott, er að byrja í verknámi á heilsugæslustöðinni og það þýðir "frí í skólanum" hehe, jæja elskan hafðu það voða gott þó þú sést að læra, gangi þér rosa vel, kveðja Ólöf

     
  • At 8:52 AM, Blogger Kristveig said…

    Hae Olöf min og takk sömuleidis fyrir sidast. Var i profinu i morgun og gekk bara vel. :)
    Öfunda tig nu alveg pinu af tvi ad vera i verknami... ljuft ad vera ekki alltaf med sammara yfir tvi ad vera ekki ad laera... ;)

     
  • At 6:16 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ. datt hér inn frá síðunni hennar Helgu Línu.
    Hef svo sem ekkert að skrifa en það telst kurteisi að kvitta fyrir sig.
    Takk
    Ottó.

     
  • At 8:34 AM, Blogger Kristveig said…

    Híhí... takk fyrir innlitið ;)

     

Post a Comment

<< Home