Kristveig í Sveré

Monday, September 11, 2006

Ein í kotinu...

Já, nú er orðið ansi tómlegt í kotinu því Erla Björk og Ólöf fóru heim í morgun en þær eru búnar að vera í heimsókn hjá mér síðan á miðvikudaginn. Það var svoooo gaman að fá þær! Verst hvað ég þurfti að vera mikið í skólanum en ég held reyndar að þær hafi alveg náð að njóta sín í H&M á meðan...hehe
Veðrið var alveg stílað inn á þessar verslunarferðir því langbesta veðrið var í gær og við notuðum daginn í túristaferð um bæinn í glaðasólskini og hita. :)
Á föstudagskvöldið kom Jötnaklúbburinn til mín í pasta til að byggja upp kolvetnaforðann fyrir Bellmansstafetten sem var daginn eftir. Þetta er s.s. 5x5km boðhlaup og svo fá öll liðin pikknikk körfu með alls kyns góðgæti eftir hlaupið. Stemningin var mjög góð í Jötnaliðinu og við vorum meira að segja búin að útbúa boli með "Jötna-lógóinu" fyrir hlaupið. ;) Hlupum á 2 tímum og 13 sek. og erum mjög ánægð með það!

Á laugardagskvöldið var mikið stuð á okkur stöllum hér heima þar til reyndar Erla fór að faðma Salörn vin sinn en við Ólöf fórum niður í bæ að dansa fram á nótt... ;)Skelli hér inn einni mynd af okkur kellunum fyrir utan Stadshuset.

3 Comments:

  • At 3:28 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæhæ :)

    Ætlaði bara að láta vita að við erum komin með þessar helstu nauðsynjar hér í sviss.. rúm, dósaupptakara og blogg ;)

    hafðu það gott í svíþjóð

     
  • At 4:14 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sæta skvís!
    Gott að sjá að þú ert í góðum gír. Nú verðum við að fara að finna viku til að fara til ÍruPíru í Norge og skíða eins og vitleysingar!
    Knúsí, Þorgerður

     
  • At 7:49 AM, Blogger Kristveig said…

    Já endilega!!!! Það er svo gaman að geta byrjað að hlakka til! ;)

     

Post a Comment

<< Home