Åland :)
Skrapp í kórferðalag til Álandseyja um helgina og það var svona líka vel heppnað. Helgin einkenndist að sjálfsögðu af miklum söng en svo voru líka veisluhöld, sauna, söngur í sauna, stunga í sjóinn, dans og meiri söngur. Afskaplega gaman :)
Hér er mynd af mér og borðsherra mínum, honum Martin. Svo er önnur af Karin, Felix og Matilda bara til að sýna aðeins betur forngríska búiningaþema laugardagskvöldsins. Ég klikkaði reyndar á því að ná mér í greinar á hausinn... en það var ekki mikill tími til þess þar sem stífar æfingar fyrir afar flott skemmtiatriði voru í fullum gangi þar til rétt fyrir matinn. ;)
Af mér er annars allt fínt að frétta... er reyndar að kabbna úr lærdómi þessa dagana en þann 18.okt er þessari önn lokið og þá fær ég smá frí. Kristbjörg mín ætlar að koma í heimsókn 19.-22.okt, kórinn er með tónleika að kveldi 22.okt og svo ætla ég, Katrín og Stebbi í nokkra daga til Barcelona, jei! Nú þarf ég bara að hafa það af að læra í tvær og hálfa viku... og þá hefst gamanið :)
Hér er mynd af mér og borðsherra mínum, honum Martin. Svo er önnur af Karin, Felix og Matilda bara til að sýna aðeins betur forngríska búiningaþema laugardagskvöldsins. Ég klikkaði reyndar á því að ná mér í greinar á hausinn... en það var ekki mikill tími til þess þar sem stífar æfingar fyrir afar flott skemmtiatriði voru í fullum gangi þar til rétt fyrir matinn. ;)
Af mér er annars allt fínt að frétta... er reyndar að kabbna úr lærdómi þessa dagana en þann 18.okt er þessari önn lokið og þá fær ég smá frí. Kristbjörg mín ætlar að koma í heimsókn 19.-22.okt, kórinn er með tónleika að kveldi 22.okt og svo ætla ég, Katrín og Stebbi í nokkra daga til Barcelona, jei! Nú þarf ég bara að hafa það af að læra í tvær og hálfa viku... og þá hefst gamanið :)
4 Comments:
At 3:52 PM, Anonymous said…
Skvísa;-)
tekur þig massa vel út í grísku múnderingunni.
sendu mér endilega línu áður en þú ferð til Barcelóna - þarf að senda þér uppl um skemmtilega djammstaði ;-)
knús í bili,
Þorgerður
At 3:56 AM, Kristveig said…
Já já já, endilega!!! Reikna fastlega með að við munum vilja skoða skemmtanalífið í bænum :) Knúúúús til baka ;)
At 11:48 AM, Anonymous said…
haha sendi ter lengsta email sem eg hef nokkurn timan skrifad um what to do in barcelona:)haha! njottu tess ad fara i fri kella min
At 2:15 PM, Kristveig said…
Snilldarbréf! Það á eftir að koma sér mjög vel ;)
Post a Comment
<< Home