Kristveig í Sveré

Sunday, April 15, 2007

Paaaannnnniiiiiiiiikkkk!!!

Já, það hlaut að koma að því að ég yrði verulega stressuð yfir verkefninu mínu. Stressið helltist yfir mig á miðvikudaginn þegar allt var búið að ganga á afturfótunum í tvo daga...
Scheise, segi ég nú bara... það hefur meira að segja hvarflað að mér að ég næði hreinlega ekki að klára verkefnið fyrir tilsettan tíma... en ég reyni að bægja svoleiðis hugsunum burt...

Að öðru leyti er ekki hægt annað en að vera með sól í sinni því í dag var sól, logn og 20 stiga hiti og ég rölti heillengi um bæinn með Dagnýju og Katrínu. Ekki slæmt það! :)

Tuesday, April 03, 2007

Prinsessusöngur

Söng með kórnum mínum við skírn um helgina. Skírnin var í kirkju einni á Östermalm (einu af fínni hverfum borgarinnar) og allt í kringum athöfnina einkenndist mjög af því að fólkið sem var að láta skíra dóttur sína á sennilega ekkert svo lítið af peningum. Það er nú fyrir það fyrsta ekki alveg ókeypis að fá kórinn okkar til að syngja fyrir sig (kostar ca 5000 sænskar held ég) en svo var kirkjan líka full af mjög fínu fólki, karlmönnum með vatnsgreitt hár og kvenfólki í Armani drögtum (eða einhverju álíka). Og hver haldiði að hafi svo verið meðal gestanna? Það var nú barasta hún Madeleine prinsessa! Voðalega sæt og fín og það var nú ekki leiðinlegt að syngja fyrir hana :)