Kristveig í Sveré

Friday, April 29, 2005

Fordæming Fausts

Var að syngja með Óperukórnum og Sinfó í gær og það var algjör snilld. Fordæming Fausts eftir Berlioz var stykkið sem flutt var og það er ótrúlega flott!
Kristinn Sigmundsson söng eitt af aðaleinsöngshlutverkunum og hann er nottla algjört æði, hann er barasta átrúnaðargoðið mitt núna, held ég bara...
Ég náði snilldarlega að krækja mér í einsöngshlutverk þar sem ég varð (ásamt einni stöllu minni) aðeins of áköf og byrjaði einn frasann ögn of snemma... Tel ég þetta vera fyrsta skrefið á farsælum ferli sem einsöngvari hjá Sinfó... hehemmm...
Ég hugsaði nú með mér að það væri nú ekkert mál að klippa þetta út úr upptökunni sem ég vissi að væri í gangi en svo frétti ég eftir á að það væri verið að útvarpa verkinu BEINT á Rás1!!! Ég hlýt því að vera orðin landsfræg meðal eldriborgara!
Annars lítið að frétta, nú fer að verða rólegra hjá mér því undanfarið hefur verið ansi mikið að gera í kóræfingum og fleiru. Er líka með tvo "nemendur" sem ég er að reyna að hjálpa í stærðfræði og nú þegar vorið nálgast fer þessari kennslu líka að ljúka.
...og þá tekur sumar og sól við! Hlakka gegt til! :-)

Thursday, April 21, 2005

Gleðilegt sumar!!!

Já, nú er sumar, gleðjumst gumar, gaman er í dag.... Eða ekki... Þarf nefnilega að vinna í dag :-( Mér finnst það nú ekkert ógurlega gaman en ég á eftir að njóta þess síðar. Ég þarf sko að vinna í dag því ég ætla að taka mér frí í næstu viku til að vera á hljómsveitaræfingum með Sinfó. Er að fara að syngja Fordæmingu Fausts eftir Berlioz með kórnum mínum, jei!
Annars lítið að frétta, nema að ég fékk bara fínustu einkunn í Toefl ... Ég klúðraði nottla aðeins síðasta hlutanum og fékk fæst stig fyrir hann en þetta hefði getað farið mikið verr. Jú, og svo er ég komin með nýtt rúm sem er við nánari umhugsun ekki svo sniðugt því nú verður ennþá erfiðara að komast á fætur á morgnana, held ég...

Friday, April 15, 2005

Æsingur í ræktinni!

Ég er farin að halda að ég taki líkamsræktina ekki alveg nógu alvarlega... Var sko að hlaupa á bretti í gærmorgun, sem er nú ekki í frásögu færandi... nema hvað, allt í einu kipptist ég við því maðurinn á brettinu bið hliðina á mér byrjaði að orga "NEEEIIIII" og "DJÖÖÖÖFFFFULLL" og berja brettið talsvert harkalega... Ég vissi nú ekki alveg hvað var að gerast í fyrstu en áttaði mig svo á því að maðurinn hefur sennilega rekið sig í öryggishnappinn sem stoppar brettið. Þetta hefur komið fyrir mig líka og er svolítið leiðinlegt ef maður er að taka tímann á sér og sonna en maður getur samt sem áður séð hvað maður var kominn langt, byrjað upp á nýtt og lagt svo saman... En þetta var greinilega alveg til að eyðileggja daginn fyrir aumingja manninum... Held ég verði að peppa mig upp í aðeins meiri keppnisanda! ;-)

Tuesday, April 12, 2005

Ofdekruð...

Var í dekri í sumarbústað á föstudagskvöldið og það var sko algjör snilld! Við vinkonurnar töfruðum fram dýrindis máltíð og svo hófumst við handa við dekrið. Fórum í heitan pott, settum á okkur kornakrem og maska, lökkuðum neglurnar, ég fékk fótanudd (Íris vinkona mín er sko sjúkraþjálfari og hún kann sko aldeilis að nudda!!!) og svo smurðum við á okkur alls kyns kremum og fíneríi. Kvöldið endaði svo á spádómsprikum Sigríðar Klingenberg og þá kom ýmislegt í ljós um framtíð okkar stallna... Það verður þó ekki tíundað hér...hmmm....
Á laugardaginn fór ég með Siggu Dóru að skoða fallega kroppa á fimleikamóti og við vorum sko ekki sviknar af því!!! Asskoti flott hjá strákunum!
Svo var djamm á laugardagskvöldið. Við fórum á NASA á ball með Svörtum fötum og það var bara fínt! Held reyndar eftir þetta kvöld að ég sé orðin alki því mér fannst ég drekka ansi hreint hressilega en fann varla á mér... Skemmti mér samt mjög vel!
Sunnudagurinn var þynnkulaus og vil ég þakka það ofnæmistöflu sem við tókum allar á laugardagskvöldið (þetta er sko nýjasta trixið í þynnkubransanum...).
Sunnudagskvöldið var svo tekið í að horfa á Notebook sem er mjög krúttleg mynd og ég felldi meira að segja eitt eða tvö tár.
Í heildina var þetta sum sé afar vel heppnuð helgi! :-)

Thursday, April 07, 2005

Smá léttir...

Ég er búin að hafa dálitlar áhyggjur undanfarið af því að ég muni ekki eiga neina peninga í haust þegar (og ef...) ég fer út til Svíðþjóðar í námið mitt, mér gengur nefnilega afleitlega að spara... En ég fékk þær gleðifréttir í dag að hjá LÍN fær maður líklega niðurfellingu á tekjum (upp að einhverju marki) þegar maður byrjar í meistaranámi alveg eins og þegar maður byrjar í háskólanámi í fyrsta sinn. Þetta eru sko fréttir í lagi!
Best að fara beint í Kringluna eftir vinnu... ;-)

Wednesday, April 06, 2005

Jibbííííí

Jei! Íris mín er komin í heimsókn frá Noregi!
Við erum á leið í sumarbústað á fös og svo að djamma á lau!
Svaka stuð framundan! :)