Kristveig í Sveré

Tuesday, March 29, 2005

Dásamlegir páskar

Páskarnir fyrir norðan voru mjöööög ljúfir. Veðrið var brilliant (sól, logn og 10-15°C hiti á sun og mán) og ég naut þess í botn að gera eiginlega ekki neitt nema lesa, sofa, synda, fara í heitan pott, borða og slappa af... Þvílík snilld! Saknaði þess ekki að vera með hausinn ofan í lærdómsbókum alla páskana eins og undanfarin þrjú ár. Var að rifja það upp að síðustu páskar hafa farið í Stál- og tré, Greiningu IV og Greiningu II. Það voru góð skipti að færa sig yfir í sænskan reyfara þetta árið! :-)

Wednesday, March 23, 2005

Ég er að tryllast!

Ætlar þessi vinnudagur aldrei að verða búinn???
Ég held ég sé búin að líta á klukkuna á 5 mín. fresti síðan um hádegið... :-/
Er að fara norður í páskafrí á morgun! Jei!

Monday, March 14, 2005

Ég er skýjum ofar...

Var að syngja í gær á tónleikunum hans Domingo og er barasta ennþá í skýjunum! Hann Domingo er algjörlega besti tenor í heimi og fyrir utan að syngja eins og engill þá er hann þvílíka krúttið í framkomu. Hann mátti nú alveg vera að því að spjalla við fólkið úr kórnum og hljómsveitinni og ég fékk meira að segja að láta taka mynd af mér með honum!!! Ví ví ví! Hann er bara algjört krútt!!! ...og konan sem söng með honum (Ana Maria Martinez) var líka algjört æði!
Ekki er nú allt jafn gleðilegt í mínu lífi og þetta því mér tókst að klúðra Toefl prófinu á föstudaginn :-( Mér gekk bara frekar vel þar til ég uppgötvaði að ég hafði óvart hoppað yfir tvær spurningar í síðasta hlutanum og ég veit ekkert hvenær það gerðist en allt sem kom á eftir því hafði þá hliðrast um tvo reiti og því er það allt vitlaust... :-( Glatað! En það er víst ekkert hægt að gera í þessu svo ég verð bara að reyna að gleyma þessu og hugsa bara um Domma vin minn og silkimjúku röddina hans... híhí...

Thursday, March 03, 2005

Fimmtudagar...

...eru eiginlega dálítið góðir dagar. Þá er helgin öll framundan og yfirleitt eitthvað til að hlakka til. Ég vinn líka yfirleitt bara til klukkan þrjú á föstudögum svo að það gerir ennþá styttri bið í helgina. :-)
Reyndar er ekki bara tilhlökkun í mér fyrir þessa helgi því ég ætla að reyna að lufsast til að læra smá á laugardaginn. Er að fara í Toefl próf í næstu viku og mér er sagt að það sé betra að undirbúa sig pínu. Nenni því samt engan veginn. Ég kann svoooo vel við að vera að vinna og þurfa ekki að hafa lærdóm hangandi yfir mér öll kvöld og helgar. En maður verður víst stundum að gera fleira en gott þykir...
Fyrir utan þetta próf eru samt spennandi tímar framundan hjá mér. Ég er sko að fara að syngja með Óperukórnum á Domingo tónleikunum 13.mars!!! Sjitt hvað það verður gaman! ;-)