Kristveig í Sveré

Friday, January 26, 2007

Allt ad koma

Ja nu er adstadan öll ad koma til hja mer herna uppi i skola. Er komin med tölvu og netsamband og nu er thvi ekkert thvi til fyrirstödu ad eg sitji her og vinni alla daga allan daginn :)
Thad hefur reyndar ekkert bolad a herbergisfelögum minum. Vid eigum sko ad sitja fimm saman i thessu herbergi... en eg aetla bara ad reyna ad nyta mer fridinn til fullnustu adur en eitthvad lid rydst her inn. ;)
Annars var eg a thessari finu raudvinskynningu a thridjudagskvöldid asamt nokkrum krökkum ur fins (felag islenskra namsmanna i stokkholmi) og thad var svona lika vel heppnad. Fengum ad smakka sjö mjög olik raudvin og fraedast almennt um vinsmökkun og vinmenningu :)
Svo var eg ad panta ferd til Köben i mars. Aetla ad skella mer (m.a. med Dagnyju og Steinari) med islendingakornum i sma korferdalag. Thetta verdur reyndar stutt, bara fra föstudegi til sunnudags en eg er bara farin ad hlakka til. Fint ad skipuleggja sma tilbreytingu i vorprogramid.
Svo var eg a kynningu ut af s.k. "studentpool" daemi i gaer og list bara vel a. Thetta gengur s.s. thannig fyrir sig ad thad er verkfraedistofa her i bae sem ma hafa samband vid mig thegar their hafa mikid ad gera og tha get eg athugad hvort eg hef tima til ad hjalpa theim. Thad gaeti lika verid finasta tilbreyting fyrir mig fra verkefnisvinnunni og vonandi god reynsla i leidinni... :) Vona bara ad thad verdi i haefilegu magni thvi ekki vil eg seinka verkefninu minu fyrir thetta...
For svo i gaerkvöldi a kynningu um adra verkfraedistofu og leist voda vel a... Thessar tvaer stofur eru badar mjög storar og hafa utibu i mörgum löndum og thad gefur audvitad möguleika a ad fara i "skiptivinnu" til annarra heimshluta... ef eg faeri ad vinna hja theim...Thad virdist vera skortur a verkfraedingum nuna thannig ad mer fannst a badum stödum verid ad reyna ad lokka mann... hehe... ekki leidinlegt thad! Vid fengum meira ad segja minnislykil ad gjöf fra thessari seinni sem eg heimsotti :)
Nu byrjar bara valkvidinn... hehemmm... verd sennilega fljotlega ad fara ad akveda hvad eg aetla ad gera eftir sumarid... :)

Thursday, January 18, 2007

Rútínan...

...er nú ekki alveg komin í gang hjá mér... Það verður að viðurkennast að það er svolítið erfitt að koma sér á fætur og af stað í verkefnisvinnuna á morgnana... En þetta stendur allt til bóta! Frá og með morgundeginum ætla ég að læra uppi í skóla. Held að það verði fínt, bæði til að fá smá meiri reglu á vinnudaginn og líka til að komast aðeins út úr húsi.
Annars var ég að kaupa mér kort í líkamsrækt hér í bæ... já, nú á að koma reglu á hreyfinguna líka. Fór í stórskemmtilegan tíma þar í fyrradag. Þetta var nú bara svona einhver venjulegur leikfimistími sem samanstóð af alls konar hoppum, hnébeygjum, armbeygjum, kviðæfingum ofl. En kennarinn var bara alveg að drepa mig úr hlátri! Í fyrsta lagi þá fannst mér stuttbuxurnar hans "pokast" alveg ótrúlega langt út að framan... en svo kom í ljós að hann geymdi minnispunkta fyrir prógramið sitt í buxunum og þetta var ekkert lítill miði heldur plöstuð A4 síða!!! Svo var maðurinn bara algjör brandari í alla staði. Þetta var miðaldra, mjög fit en afskaplega kvenlegur maður svo að það var hrein snilld að horfa á hreyfingarnar hjá honum! Þar að auki gaf hann alltaf frá sér mjög sérstakt wú-hljóð í hárri tíðni þegar maður átti að skipta um æfingu... spes... en þetta var samt fínasta hreyfing bæði fyrir brosvöðvana og aðra vöðva og svo var nú ekkert verra að Sylvía Nótt var í tónlistarprógraminu :)

Jæja, held það sé ekki mikið meira að frétta í bili...
Ha det så bra! :)

Friday, January 05, 2007

Gleðilegt nýtt ár!!!

Já, ég er ekki alveg dauð þó að þetta blogg hafi ekki verið mjög líflegt undanfarnar vikur. Það hefur margt gerst síðan síðast. Desember einkenndist af miklum lærdómi en ekki síður miklum söng því fyrir utan aðventutónleikana sungum við Luciu allan 13., við útskriftir KTH þann 12. og 14. og svo jólatónleika þann 20.des. Ég fékk að vera Lucia á útskriftinni þann 14. Það var voða gaman en er alls ekki tekið út með sældinni því kórónan er úr málmi og það var einhver skrúfa að borast inn í ennið á mér allan tímann auk þess sem kertavax fór að renna niður andlitið á mér þegar við vorum í miðju kafi að syngja. En þá var nú ekkert annað að gera en að brosa og halda áfram að syngja... híhí...
Annars voru jólin alveg yndisleg í heiðardalnum! Ég fékk reyndar ekki ferðatöskuna mína til mín fyrr en þann 27. (hún varð eftir í Stokkhólmi...) en það reddaðist nú allt saman. Við héldum upp á áttræðisafmælið hennar ömmu þann 27. og þar komu í fyrsta sinn saman allir afkomendur þeirra afa og ömmu (s.s. síðan yngsta barnabarnið fæddist, en hún er að verða 8 ára!). Þetta er enginn smá hópur, um 40 manns held ég... Veislan tókst mjög vel og allir ánægðir :)
Ég var í borg óttans um áramótin og við systur eyddum áramótunum hjá Birnu frænku í góðum félagsskap móðurættarinnar. Eftir miðnætti fórum við svo til Kristbjargar sem var með standandi partý fram eftir nóttu!
Þessa dagana er ég að reyna að koma mér af stað í verkefninu mínu... Það gengur nú frekar hægt en ég er þó búin að vinna svolítið í að leita heimilda og hafa samband við hina og þessa út um allan bæ... svo að þetta er nú allt í áttina.
Verð í bænum til 10.jan en þá fer ég út aftur :)
Vona að árið 2007 verði öllum alveg dásamlegt!!!