Kristveig í Sveré

Monday, November 29, 2004

Hóstastillandi...

Var að heyra doldið skondnar niðurstöður rannsóknar á hóstastillandi efnum. Prófað var að láta tvo hópa anda að sér mjög ertandi lofti og gefa svo öðrum hópnum kódein en hinum hópnum súkkulaði og súkkulaðið virkaði betur í að stilla hóstann!
Kannski ekkert skrýtið að ég hafi ekki hóstað í marga mánuði...hehemmm...

Thursday, November 25, 2004

Viðbjóðsmenn!

Hvaða viðbjóðsógeð gerir svona:
http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1113742
Þetta var sko litla frænka mín sem lenti í þessu.
Ég bara skil ekki svona lagað!

Wednesday, November 24, 2004

???

Stundum skil ég bara ekkert í sjálfri mér.
Hvernig stendur á því að stundum get ég verið afskaplega stabíl hvað mat og hreyfingu varðar en svo bara dett ég niður í sukk og hreyfingarleysi þess á milli...
Það er eiginlega bara allt eða ekkert hjá mér, annað hvort grænmeti og skokk á hverjum degi eða súkkulaði og sjónvarp!
Er maður ekki bara geðklofi???
Nú eða bara súkkóhólisti... þessi nammifíkn líkist alla vega grunsamlega mikið alkóhólisma...
Ætli það sé ekki best að skella sér í nálastungur við þessu...

Monday, November 22, 2004

Nú er ég...

...frelsuð!!!
Fór á námskeið í Kaðlajóga (Rope Yoga) um helgina og það er bara alger snilld!
Mamma og pabbi gáfu mér sko þetta námskeið og ég fylltist öll af mótþróa (er ekki ennþá vaxin upp úr unglingaveikinni...) en lét mig nú samt hafa það að fara. Svo kom bara í ljós að þetta var æði og hentaði mér mjög vel. Ég hélt sko að heimspekin í kringum þetta væri eitthvað væmið trúarvæl og æfingarnar væru bara "kellingateygjur" en svo var alls ekki raunin. Ég er eiginlega sammála öllu sem sagt var á námskeiðinu og er að drepast úr strengjum eftir allar æfingarnar! Hann Guðni, sem er upphafsmaðurinn að kaðlajóga, var sjálfur með námskeiðið og hann er bara alveg brill!
Svo kom ég fram í misglæsilegum æfingum í sjónvarpinu í gær! Maður er bara að verða frægur!

Thursday, November 18, 2004

Hvað á ég að verða þegar ég verð stór...

Ég er að verða kreisí á því að vita ekkert hvað mig langar að verða þegar ég verð stór!
Nú upp á síðkastið hefur mér helst dottið í hug að fara í læknisfræði eða sjúkraþjálfun... en svo nenni ég því eiginlega ekki... finnst þetta soldið langt nám... en hvað eru 4 eða 6 ár miðað við að maður er að fara að eyða ævinni í starfið???
Svo er ég líka að reyna að spá í hvort ég geti ekki fundið eitthvað innan verkfræðinnar sem mér líst á en ég er ekki búin að fá neina "köllun" í þá áttina...
Getur maður endalaust verið í vafa um þetta???
Getur ekki einhver bara sagt mér hvað ég á að gera?

Friday, November 12, 2004

Ammríkudónar

Ég komst að því í ferð minni til Ameríku að íbúar Nýju Jórvíkur eru eins yfirborðskenndir og hugsast getur! Ég hélt sko að menn væru umsvifalaust reknir úr starfi í BNA ef þeir stæðu sig ekki í stykkinu. En þannig er því alls ekki háttað, a.m.k. ekki ef menn segja engin dónaleg orð. Það þykir nefnilega hræðilega dónalegt að segja sjitt eða fokk jú o.s.frv. en það er allt í fína lagi að dæsa mjög hátt við afgreiðslustörf, ranghvolfa augunum og berja pirringslega í borð. Svo maður tali nú ekki um að það þykir alveg sjálfsagt að bjóða manni þjónustu en ef maður þyggur hana þá mætir manni þvílíki fýlusvipurinn að maður hrökklast í burtu og skammast sín rosalega fyrir að hafa dirfst að biðja um afgreiðslu... Hvurslags eiginlega er þetta?!?

Thursday, November 11, 2004

New York, New York

Jæja, nú eru líklegast allir hættir að lesa þetta blogg...
Það hefur verið dálitið góð pása á skrifum hjá mér því ég fór í rúmlega vikuferð til New York! Jei!
Það var náttúrulega snilld að vera þarna! Ég eyddi fullt af peningum, hitti Ólaf Ragnar, Dorrit og Hillary Clinton og söng fyrir þau (ásamt restinni af óperukórnum) og það kom meira að segja mynd af okkur með Óla og Hillary í blöðunum hér heima! Nú er ég sem sagt formlega orðin fræg...hehemmm...
Svo sungum við í Carnigee Hall við mjög góðar undirtektir... en það var megintilgangur ferðarinnar.
Ég segi nú kannski meira frá ferðinni síðar, verð víst að fara að vinna ;-)