Kristveig í Sveré

Saturday, May 26, 2007

Vúhúúúú!

Jæja, þá er ég búin að skila ritgerðinni minni til prófdómara og nú er bara að krossa fingur og vona að hann geri ekki neinar stórkostlegar athugasemdir...
Það er búið að vera mikið að gera í kórnum undanfarið, var á kóræfingu á mánudags- og miðvikudagskvöldið og svo vorum við að syngja á útskriftarathöfnum KTH í gær og fyrradag. Hér kemur ein mynd af okkur Lovísu uppdressuðum. Ég er nú eitthvað hokin á þessari mynd. Batteríin í myndavélinni voru sko búin eftir þessa mynd.... en ég skelli henni samt inn bara til sýna ykkur hvað við erum glæsilegar með þessar húfur við síðkjólana ;)Gustaf hennar Dagnýjar útskrifaðist í gær og líka Jacob Possne, sem er í kórnum og svo Steinar Wang. Ég náði að taka myndir af Gustaf en þær eru nú ekki góðar. Set eina hérna inn fyrir Dagnýju... Gustaf er þriðji frá vinstri. Sá Steinar í svip en missti af því þegar hann tók við skírteininu því við vorum held ég að syngja bara rétt á undan eða rétt á eftir.Nú er ég að fara að lesa mastersverkefni sem ég á að opponera á (gagnrýna...) á mánudaginn. Ég er nú ekkert alveg í einbeitingargírnum en efnið virkar áhugavert (hvernig borgarskipulag hefur áhrif á almenningssamgöngur) svo að ég hlýt að geta sökkt mér ofan í þetta bráðum... :P

Svo er vörnin mín á fimmtudaginn og á föstudaginn koma Sigurlaug og Viðar hennar til mín! Jei! Það verður frábært að fá þau í heimsókn!

Wednesday, May 16, 2007

Ekki eins mikil panik... hehe

Já, nú fer að styttast í að ég eigi að skila inn verkefninu mínu og ég verð nú bara að segja að þó að ég eigi nú dálitla vinnu eftir þá er ég frekar róleg yfir þessu. Er meira að segja stundum næstum með áhyggjur af því hvað ég er róleg... hehe En svo kemur þetta nú í bylgjum...
Ég á s.s. að skila verkefninu á fimmtudaginn eftir viku og kynna það fimmtudaginn 31. maí. Svo virkar kerfið þannig í minni deild að prófdómarinn og nemandinn sem á að gagnrýna mitt verkefni koma með athugasemdir þarna í kynningunni og spyrja mig út úr og eftir kynninguna þarf ég svo að laga það sem þeim finnst að betur mætti fara, áður en ég get skilað inn endanlegu eintaki.

En nú að öðru en verkefninu... Ég er búin að fara í tvö ferðalög síðan ég skrifaði síðast. Fyrst fór ég í rúmlega helgarferð til Newcastle að heimsækja mömmu og Kristbjörg kom líka. Þetta var mjög vel heppnuð mæðgnaferð! Við röltum um bæinn, skoðuðum listasöfn, skoðuðum skólann hennar mömmu, fórum út að borða nokkrum sinnum, fórum á mjög flotta sinfóníutónleika og margt fleira. Hér kema tvær myndir úr ferðinni, fyrst af okkur mæðgum úti að borða í flotta tónlistarhúsinu fyrir sinfóníutónleikana, svo ein af þeim tveimur með tónleikahúsið í bakgrunni :)


Tveimur vikum eftir þessa ferð fór ég aftur í rúma helgarferð en í það skiptið í keppnisferðalag með kórnum mínum (Kongliga Teknologkören). Sú ferð var ekki síður vel heppnuð í alla staði og söngurinn gekk mjög vel, bæði kórsöngurinn og dúettinn minn. Við unnum reyndar engin verðlaun en fengum samt mjög góða einkunn og vorum bara 1% frá vinningskórnum :)
Hér koma þrjár myndir úr ferðinni, fyrst af Mathildu og Lovísu að klifra, svo af mér og Mathildu í Blarney kastalanum og síðasta myndin er svo af mér og Lísu (sem söng dúettinn með mér) í kórkjólunum rétt fyrir keppnina :)