Kristveig í Sveré

Sunday, September 17, 2006

Búin að kjósa...

Já, ég skellti mér á kjörstað hér í Stokkhólmi og kaus í sveitarstjórnar-, sýslu- og bíltollakosningum. Það var ekki laust við að þær færi smá fiðringur um mig við þessa athöfn... veit samt ekki alveg af hverju. :P Hef aldrei fundið fyrir þessum fiðringi heima þrátt fyrir að atkvæði mitt þar væri muuuuun "stærra" en hér...
Er annars búin að vera inni að læra alla helgina. Fór reyndar í dýrindis hjartarsteik til Dagnýjar á föstudaginn og það var mjög góð upplyfting. Svo bauðst mér að fara með Katrínu, Steinari, Stebba og kannski einhverjum fleirum í Skerjagarðssiglingu í dag. Mig langaði alveg voðalega að fara með en samviskan ríghélt mér heima og ég las í staðinn :-/
Jæja, farin að sofa :)

Monday, September 11, 2006

Ein í kotinu...

Já, nú er orðið ansi tómlegt í kotinu því Erla Björk og Ólöf fóru heim í morgun en þær eru búnar að vera í heimsókn hjá mér síðan á miðvikudaginn. Það var svoooo gaman að fá þær! Verst hvað ég þurfti að vera mikið í skólanum en ég held reyndar að þær hafi alveg náð að njóta sín í H&M á meðan...hehe
Veðrið var alveg stílað inn á þessar verslunarferðir því langbesta veðrið var í gær og við notuðum daginn í túristaferð um bæinn í glaðasólskini og hita. :)
Á föstudagskvöldið kom Jötnaklúbburinn til mín í pasta til að byggja upp kolvetnaforðann fyrir Bellmansstafetten sem var daginn eftir. Þetta er s.s. 5x5km boðhlaup og svo fá öll liðin pikknikk körfu með alls kyns góðgæti eftir hlaupið. Stemningin var mjög góð í Jötnaliðinu og við vorum meira að segja búin að útbúa boli með "Jötna-lógóinu" fyrir hlaupið. ;) Hlupum á 2 tímum og 13 sek. og erum mjög ánægð með það!

Á laugardagskvöldið var mikið stuð á okkur stöllum hér heima þar til reyndar Erla fór að faðma Salörn vin sinn en við Ólöf fórum niður í bæ að dansa fram á nótt... ;)Skelli hér inn einni mynd af okkur kellunum fyrir utan Stadshuset.

Monday, September 04, 2006

Já, ætli maður skelli ekki bara inn smá bloggi...

Er reyndar ekki í neitt voða miklu skrifstuði en ætla að henda inn nokkrum myndum :)
Ef ég byrja ca þar sem frá var horfið í síðustu skrifum þá koma hér fyrst myndir úr Stokkhólmarapartíi góðu. Þessar myndir eru teknar frekar snemma kvölds, áður en ég setti upp sólgleraugun, braut hælinn undan öðrum skónum mínum, reyndi án teljandi árangurs að brjóta hinn, týndi veskinu mínu um stund og týndi treflinum...hehe



Svo kemur hér ein mynd af ca 100 sem teknar voru þegar stelpudeild Norðurbandalagsins hittist og skellti sér út á lífið. Þetta er held ég með betri myndunum... ég er alla vega ekki með sósublett á kinninni eins og á flestum öðrum myndum...hehe... Við stöllurnar skelltum okkur líka á tónleika með Belle&Sebastian fyrr í sumar og það var mjööög gaman, mæli með þeirri hljómsveit!

Skelli líka einni sem heppnaðist jafnvel enn betur...


Nú, svo sameinaðist fjölskyldan fyrir norðan um verslunarmannahelgina og við skelltum okkur á tónleika með Sigurrós í Ásbyrgi og það var þvílíkt flott!



Pabbi átti líka afmæli á laugardeginum :)


Ætli ég láti þetta ekki duga af myndum...
Af mér er það annars helst að frétta að ég er komin aftur til Svíþjóðar eftir alveg frábært sumar á Íslandi og það er sko ekki veðrinu að þakka... hehe... heldur bara öllu skemmtilega fólkinu sem ég þekki! Hér vantar auðvitað inn myndir af fullt af fólki við skemmtileg tækifæri en ég er dálítið svona "allt eða ekkert" týpa í myndavélarmálum svo að sumt var myndað í bak og fyrir en annað alls ekki...
Ég vil að lokum þakka öllum sem ég hitti í sumar fyrir samveruna, lifið heil!