Kristveig í Sveré

Thursday, May 25, 2006

Ljúfa líf, ljúfa líf...

Takk enn og aftur fyrir allar afmæliskveðjurnar! :)
Það er mjög gott að vera í fríi! Ég hef samt hingað til haft nóg að gera og er það vel. Afmælispartýið heppnaðist svona líka vel, ég skemmti mér alla vega konunglega og vona að ég hafi ekki verið ein um það... ;)
Í gær og fyrradag var ég að syngja við útskriftarathafnir KTH og það gekk bara vel og svo næ ég að syngja á einum hádegistónleikum í næstu viku áður en ég fer heim en ég missi af Nationaldagskonserten. Það finnst mér svolítið leiðinlegt því ég hef auðvitað tekið þátt í æfingum fyrir þá tónleika... en mér fannst nú einum of að taka mér viku í viðbót í frí...hehe
Framundan er mikið um að vera í félagslífinu. Ætla að kíkja í heimsókn til Kollu í kvöld, annað kvöld er ég að fara í partý til Stebba heima hjá Hrannari og á laugardagskvöldið hef ég um það að velja að fara í kórpartý eða bekkjarpartý hjá international nemunum sem ég hef tekið nokkra kúrsa með. Nú svo er Jötnaklúbbur á þriðjudaginn, hádegistónleikarnir á miðvikudaginn og svo fer ég heim á fimmtudaginn. Ég var með smá áhyggjur af því um daginn að þetta væri nú allt of langt frí og að mér myndi kannski bara leiðast en ég er löngu búin að sópa þeim hugmyndum út úr hausnum á mér ;) Ef veðrið verður skaplegt einhvern daginn þá langar mig líka að fara í siglingu um Skerjagarðinn, en ég verð að sjá til með það. Hér hefur verið hálfgert suddaveður undanfarið, skýjað og rigning annað slagið. Ég var náttúrulega búin að plana að liggja í sólbaði flesta daga í fríinu en það hefur ekki verið í boði hingað til, en ég held ennþá í vonina um að ég fái einhverja sól áður en ég fer... annars verð ég kannski bara að skella mér í nokkra ljósatíma til að vera ekki alveg sjálflýsandi þegar ég kem heim... ;) Ég fékk gjafakort í voða fínt spa frá afmælisgestunum. Ég ætla nú ekki að nota það í ljósatíma...hehe en það er nú alveg tilvalið að nota leiðinda veður í að láta dekra við sig á svoleiðis stað :)
Ooooo, hvað þetta er ljúft líf! :)

Friday, May 19, 2006

Jahá!

Svona líta þá keeeeellingar á fertugsaldri út...hehe

Tæknilega séð verð ég reyndar ekki þrítug fyrr en um 11 leytið í kvöld svo ég er að rembast við að njóta þess að vera ung í nokkra tíma í viðbót.
Þúsund þakkir fyrir allar afmæliskveðjurnar sem hafa borist með hinu ýmsasta móti :) Það er svo notalegt að vita að einhver hugsar til manns :)
Annars lofar dagurinn góðu. Mér gekk vel í prófinu í morgun svo að það var ágætis byrjun. Svo fór ég að viða að mér ýmsum matvælum fyrir partýið annað kvöld. Er ennþá með skjálfta í höndunum eftir að hafa borið slatta af drykkjarföngum heim úr mjólkurbúðinni...hehe Ég þrjóskaðist náttúrulega við að fara bara eina ferð með rúm 20 kg, held ég... tíhí :)
Skellti mér líka í klippingu sem er alveg uppáhaldið mitt. Mér finnst svooooo gott að láta vesenast í hárinu á mér og þetta voru því dásamlegir klukkutímar ;) Vissi nú reyndar ekki alveg hvað ég átti að segja þegar gellan fór að túbera hárið á mér en það hefur ekki verið gert síðan ég lék og söng hlutverk nornar í Macbeth hér um árið og eftir þá sýningahrinu var líka nánast ónýtt á mér hárið... Þetta var nú ekki alveg svo ýkt túbering en árangurinn sést á kellumyndinni hér að ofan, sem ég tók áðan ;) Hlakka mjög mikið til teitisins á morgun, verst að Silvía Nótt verður ekki með í Júró en þá verðum við bara að halda með hinni sænsku Carolu í staðinn...hehemmm...
Framundan er svo frí í rúmlega viku, jibbí! :)

Tuesday, May 16, 2006

Eitt búið, eitt eftir...

Já, var í prófi í gær sem gekk svona ágætlega skulum við segja... Hélt reyndar að ég kynni efnið betur en raun bar vitni... en ég er alla vega fegin að þetta er búið. Nú er bara að reyna að koma sér í gírinn fyrir seinna prófið, sem er á föstudaginn. Við Dagný og Sigrún gerðum okkur glaðan dag í gær eftir prófið og fengum okkur fyrst pizzu og svo röltum við í bæinn og kíktum í búðir. Ég keypti mér doppóttan bol og kíkti á grill... Var að spá í að kaupa mér eitt slíkt því ég er búin að bjóða nokkrum félögum í grill á laugardaginn. Núna er hins vegar dálítið óljóst hvernig veðrið verður á laugardaginn svo að ég verð kannski að vera með Plan B...
Hitti Bjarka minn og vinapar hans á sunnudaginn. Við fórum á kaffihús sem er niðri við snekkjuhöfn eina hér í bæ og sleiktum sólina yfir kaffibolla! Voðalega notalegt og skemmtilegt og afskaplega góð tilbreyting frá próflestrinum! ;)
Jæja, bækurnar kalla :P

Monday, May 08, 2006

Jæja lömbin góð

Það eru eitthvað strjál skrif hjá mér hér þessa dagana, enda nóg að gera í skólanum. Nú eru bara tæpar tvær vikur eftir og ég er farin að hlakka verulega til þess að vera í fríi hér úti í nokkra daga áður en ég fer heim. Undanfarna daga hefur veðrið verið dásamlegt, sól og yfir 20 stiga hiti og það er svoooo erfitt að halda sig innandyra yfir bókunum!
Í Uppsala var mjög gaman. Við vorum mætt um 10 leytið í bæinn og horfðum á stúdentana sigla á heimagerðum bátum úr frauðplasti og í alls kyns búningum niður á sem liggur í gegnum miðbæ Uppsala. Bátarnir voru mjög skrautlegir en flestir farnir að detta aðeins í sundur... og stúdentarnir hentu svo brotunum hver í annan og ultu svo oft á tíðum út í ána...hehe Held þetta sé nokkurs konar dimmitering en þetta eru samt háskólastúdentar sem setja svo upp útskriftarhúfur, svipaðar stúdentshúfum, seinna um daginn. Eftir bátasýninguna fórum við í "lautarferð", þ.e. settumst á grasbala í hallargarðinum og borðuðum nesti og sötruðum rauðvín og bjór. Þangað komu til okkar gítaristi og fiðluleikari úr röðum stúdenta og spiluðu fyrir okkur alveg yndislega falskt... gaman að því! ;) Dagný, Gustaf og Stebbi skelltu sér svo í champanjegalopp þar sem allir dansa saman og sprauta kampavíni yfir sig og aðra...híhí... Við hin hittum þau svo niðri í bæ og dönsuðum úti á götu, mjög sérstök stemning í því svona um miðjan dag ;) Eftir þetta fórum við í partý heim til farmor Lillemor (sem er amma Gustafs) en hún var ekki heima... ;) Svo fórum við flest heim, nema kampavínsliðið sem skellti sér aftur út og gisti svo hjá Lillemor. Svona var nú það, s.s. afskaplega vel heppnuð og skemmtileg ferð! ;) Ég kann nú ekki að setja hlekki hér inn á síðuna en ætla að prófa að setja síðuna hennar Dagnýjar og hans Stebba því þar eru myndir af herlegheitunum... Dagný og Stebbi Þetta var fyrir rúmri viku síðan og að öðru leyti er nú lítið að frétta... Kíkti reyndar í grill til Siggu frænku á föstudagskvöldið. Voða gaman að hitta hana aðeins en ég hef ekki séð hana í 2 mánuði held ég... því hún var úti í Úganda að vinna við meistaraverkefnið sitt. Við hittumst svo nokkuð margir Íslendingar og grilluðum saman úti í garði hjá Sveinbjörgu og Gumma. Afskaplega notaleg kvöldstund með spjalli og svo spiluðum við kubb, sem er afar skemmtilegur leikur. :)
Jæja, nú hefst lærdómurinn á þessum dýrðar þriðjudegi! ;)