Kristveig í Sveré

Monday, February 28, 2005

Árshátíð og læti!

Árshátíð Almennu var núna á laugardagskvöldið og hún heppnaðist rosa vel þó ég segi sjálf frá... (var sko í nefndinni). Hún var haldin í sal Ferðafélags Íslands, Karl Ágúst var veislustjóri, maturinn var æði og svo spilaði stórhljómsveitin Dans á rósum fyrir dansi fram á nótt... Endaði kvöldið í eftirpartýi en fór þaðan þegar mönnum fannst kominn tími á að skella sér í heitan pott í garðinum... mín ekki alveg til í það.
Í gær var ég bara nokkuð brött en alveg að kálast í fótunum. Er með tvær risa blöðrur á iljunum enda var ég mjög dugleg að dansa og gerði þau mistök að reyna að vera fín dama í háhæluðum skóm...
Annars bara lítið í fréttum...

Monday, February 21, 2005

Brill helgi!

Þvílík menning!
Fór í óperuna á föstudagskvöldið á Toscu. Snilldarsýning, svaka drama og ég tárfelldi meira að segja...híhí... Mæli eindregið með henni.
Fór svo á tónleika á laugardaginn þar sem hún Hulda Proppé, vinkona mín söng og stóð sig rosa vel og ég táraðist aftur!
Á laugardagskvöldið buðu pabbi og mamma okkur systkinunum í leikhús. Fórum að sjá Nítjánhundruð í Þjóðleikhúsinu. Það er einleikur og hann kom skemmtilega á óvart! Mjög flott og enn og aftur komu tár í augun... Held ég sé að verða full væmin...
Helgin endaði svo í matarboði hjá Halldóri Svavari. Hann er svo myndarlegur drengurinn að hann bauð mér og pabba og mömmu í gæs með öllu tilheyrandi og hafði meira að segja keypt rauðvín sem passar vel við villibráð! Ekki amalegt það! ;-)

Sunday, February 13, 2005

Umsóknir....

Sjitt hvað það er eitthvað mikið mál að sækja um mastersnám! Er búin að sitja sveitt í næstum allan dag að skrifa CV, Autobiograhpical statement and future plans og Masters thesis proposal...
Það er hrikalegt að eyða svona heilum sunnudegi í þetta... mér líður bara eins og ég væri komin í skóla aftur... :-(

Wednesday, February 09, 2005

Saltkjöt og baunir - túkall!

Eldaði saltkjöt og baunir í gær og bauð systkinum mínum í mat. Þetta var frumraun mín í eldamennsku á þessum þjóðlega rétti og ég held bara að það hafi bara tekist nokkuð vel til hjá mér... Baunirnar voru reyndar kannski í það bragðminnsta en ég var að reyna að passa mig að hafa þetta ekki of salt. Við fylgdum að sjálfsögðu hefð dagsins og sprengdum okkur gjörsamlega og ég geri fastlega ráð fyrir að Halldór Svavar hafi staðið við loforð sitt um að æla af ofáti á körfuboltaæfingunni sem hann fór á síðar um kvöldið...

Saturday, February 05, 2005

Óvænt djamm...

Norðubandalagið fundaði óvænt í gær. Við lentum einhvern veginn öll með litlum fyrirvara í Idol kvöldi hjá Davíð og Evu og það var ekkert lítið gaman. Enduðum svo á Pravda og dönsuðum heillengi þar. Fengum frítt inn því við sögðumst vera úr Háskólanum á Akureyri. Við vorum ekki beðin um nein skilríki til að votta að við værum í þessum ágæta skóla og því ekki annað hægt en að álykta að á okkur sé einhver norðan-svipur, eða alla vega eitthvert dreifaraútlit...hehe...
Eftir Nonna lentum við Rúna í löggunni... Ég drakk sko það lítið og það snemma kvölds að mig langaði að athuga hvort löggan gæti ekki mælt áfengismagnið í blóðinu til að vita hvort ég væri fær um að keyra heim. Við fengum hins vegar ekkert nema dónaskap frá löggudurgnum sem við töluðum við! Hann nennti engan veginn að hlusta á okkur, þurfti sífellt að vera að blaðra í talstöðina, þó að það væru a.m.k. 3 aðrar löggur í bílnum að bora í nefið... Þar að auki sagði hann að ég væri rosalega glaseyg án þess að líta á mig... Glataður gaur!