Kristveig í Sveré

Monday, October 25, 2004

Niðurstöður könnunarinnar

Jæja, búin að taka saman niðurstöður könnunarinnar...
Ef ég gef mér að t.d. 2-3 börn geti passað bæði við 2 systkina- og 3 systkinahóp þá voru
16 sem kenningin passaði við og 8 sem hún passaði ekki við en af þessum 8 voru 2 einbirni og ég held að þau séu undantekning og líklegt að mörg þeirra vilji eiga fleiri en eitt barn...
En ef marka má þessar stórvísindalegu niðurstöðu þá held ég að kenningin hafi nokkurn veginn staðist!
...eða er ég kannski bara að túlka svörin mér í hag...híhí...

Tuesday, October 19, 2004

Má þetta???

Er ekki dálítið ósmekklegt að sýna mynd af strokufanga og gefa upp fullt nafn???
Má það, spyr ég nú bara...
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1107703

Thursday, October 14, 2004

Síðari hluti könnunarinnar...

Jæja, þá er komið að síðari hluta hinnar stórvísindalegu könnunar sem ég byrjaði á hér um daginn...
Gleymdi víst að segja að þetta væri í tveimur hlutum :S
En alla vega, þið sem svöruðuð, vilduð þið kannski vera svo væn að segja mér hvað systkinahópurinn ykkar er stór (þ.e. að ykkur meðtöldum).
Ég veit reyndar að þessi könnun er gölluð að því leyti að ekki er alveg á hreinu hvernig á að meðhöndla hálfsystkini... en ég held að það sé best að gefinn sé upp fjöldi í systkinahóp sem hefur alist upp á sama heimilinu...
Kenningin mín er sem sagt sú að meirihluti fólks vilji eignas jafn mörg börn og eru í systkinahópnum... og nú kemur í ljós hvort þetta reynist rétt!! (Þetta er náttúrulega ekki mjög stórt úrtak en það eru nokkrir sem svöruðu ekki á netinu og þetta verður að sjálfsögðu marktæk niðurstaða!)

Wednesday, October 13, 2004

Menn eru nú ekki bara teknir í r... í Kína...

...já, svo ég haldi nú áfram umræðunni um hrukkukrem eða bara andlitskrem yfir höfuð fyrst að svo réttilega hefur verið bent á að nauðsynlegt sé að bera þau á sig í tíma og ótíma til að berjast gegn ellikellingunni... Ég var að ræða þetta við einkaþjálfarann minn (sem er rosa mikil gella og pælir mikið í öllu svona...) og hún var að segja mér að hana langaði svo að kaupa sér krem sem væri reyndar svolítið dýrt. Nú, hvað kostar það? 5000 kall? sagði ég í sakleysi mínu (ákvað að skjóta svolítið hátt... ég kaupi mér nefnilega sjaldan krem sem fara yfir 3000 kallinn). Nei, nei, þá kom nú í ljós að þessi litla dolla kostar litlar 19000 krónur!!! Ég átti ekki til eitt einasta orð en reyndi að fela hneykslun mína eins vel og ég gat. Held að það hafi ekki tekist neitt mjög vel því að gellan fór að reyna að réttlæta kaup sín á þessu kremi með því að segja mér að þetta væri svo miklu miklu betra fyrir húðina og að það væru nú til dýrari krem... Já, það er sem sagt til krem sem kostar 45.000 kall!!!! Hver kaupir svona, spyr ég nú bara! Held ég láti nú hrukkurnar dafna frekar en að eyða peningum í þetta!

Tuesday, October 12, 2004

Helgin...

..var fín og fór að mestu í undirbúining tveggja veisla sem Kristbjörg systir mín hélt í tilefni þrítugsafmælis síns. Veislurnar heppnuðust báðar mjög vel (eitt vinapartý á laugardagskvöldið og svo fjölskyldukaffi á sunnudeginum) en eini gallinn var að ég uppgötvaði nú færi ég að nálgast fertugsaldurinn sjálf... það eru nebbla bara tæp tvö ár á milli okkar systra og aldurinn er bara að færast yfir mann allt of hratt... soldið skerí. Held sko að heilinn minn hafi endurstillst þegar ég á gamalsaldri ákvað að skella mér í verkfræði með mér yngra fólki og ég hef lifað í þeirri blekkingu þrjú síðustu árin að ég sé fædd svona í kringum 1980... en nú er blákaldur sannleikurinn að skvettast framan í mig... Held að besta ráðið sé að fara að kaupa sér gott hrukkukrem og reyna að halda aðeins lengur í blekkinguna!

Thursday, October 07, 2004

Könnun...

Þarf eiginlega að láta fleiri vita af síðunni áður en ég fer út í kannanir sem þessa en ég byrja bara á öfugum enda og skelli könnuninni fram núna...
...og spurningin er sem sagt: Hvað myndir þú vilja eignast mörg börn (óháð aldri þínum og hjúskaparstöðu)???
Ég er sko að pæla í að gera vísindalega könnun á dálitlu í sambandi við þetta ;-)

Óákveðni dauðans...

Tuesday, October 05, 2004

Tölvur #$%&

Hvað er með mig og tölvur??? Við eigum bara enga samleið! Átti sem sagt að brenna e-ð drasl á disk (og hafði reyndar aldrei gert það áður...) en það var ekki alveg að gera sig því það brenndust bara ÿ á 136 bls í staðinn fyrir efnisyfirlit upp á 16 síður...
Það var ekki fyrr en tölvustrákurinn í fyrirtækinu sat við hliðina á mér og gerði (að því er mér virtist) nákvæmlega það sama og ég, að þetta tókst... Mig vantar greinilega þetta medjikk tötsj! :(