Kristveig í Sveré

Thursday, December 30, 2004

Gleðilegt ár!

...og takk fyrir það gamla!
2004 var ansi gott ár!

Monday, December 27, 2004

Viðsnúningur sólarhringsins...

Hrikalega var erfitt að vakna í morgun! Ég var nú alls ekki tilbúin í að fara að mæta í vinnuna í dag en hér er ég samt mætt, í banastuði!
Mér finnst að það ætti alltaf að vera frí milli jóla og nýárs, óháð vikudögum... en maður verður víst bara að bíta á jaxlinn og sætta sig við að þetta er einn af (fáum) ókostum við að vera ekki í skóla...
Ég tók mér náttla frí í síðustu viku svo að ég hef sossum ekki rétt á að vera að kvarta mikið ;)

Monday, December 20, 2004

Sveitasælan svíkur engan!

Já, nú er ég bara búin að slá þessu öllu saman upp í kæruleysi og er komin í jólafrí norður í rassg...
Það er nú alveg dásamlegt að vera hérna í sveitinni í rólegheitunum en ég má nú ekki slaka of mikið á því ég var búin að ákveða að nota daginn í dag (sem er reyndar orðið skuggalega lítið eftir af...) og á morgun í að ákveða hvað ég ætlaði að verða þegar ég verð stór... eða alla vega reyna að ákveða hvað ég ætla að gera næsta vetur.
Það er eiginlega þrennt sem kemur til greina:
- Vinna annan vetur (finnst það kannski ekki alveg nógu spennandi samt...)
- Fara í kennsu- og uppeldisfræði og vinna kannski aðeins með því.
- Fara til úglanda í mastersnám en þá er eftir að ákveða í hvað maður ætlar...

Ég er búin að vera að skoða alls konar síður en er bara alls ekkert góð í að leita á netinu, sem kemur sennilega flestum sem þekkja mig (tæknitröllið) mjög á óvart!
Mér sýnist samt að í KTH sé fín deild fyrir skipulagsnám og í DTU og Chalmers er gott nám í hljóðverkfræðinni...
Held samt að ég sé ekki að finna öll mastersprógrömin því ég sá t.d. ekkert um jarðtækni-master í DTU, en ég veit samt að það er kennt þar (eða var það alla vega í fyrra...) svo að það er örugglega margt að fara fram hjá mér... ætla að reyna að grufla aðeins betur í þessu á eftir.

En svo er það þetta með að vera svona hrikalega einhleypur... finnst satt best að segja ekkert voða spennó að vera að plana að fara ein til útlanda í nám... þannig að ef einhver er að fela draumaprinsinn minn þá mætti nú alveg fara að afhjúpa hann mín vegna... svo ég geti nú reynt að ljúka við að plana næsta vetur... tíhí... ;-)

Jæja, þetta er nú meira tuðbloggið...

Gleðileg jól!


Tuesday, December 14, 2004

Bjór í hárið...

Sniðugt hvað maður kemst á skemmtilegt kæruleysisstig stundum á djamminu... Alla vega held ég að ég hljóti að hafa verið á miðju því stigi á laugardagskvöldið þegar ungur maður hellti 1/2 líter af bjór yfir hárið á mér. Á einhverjum öðrum stigum hefði ég sennilega orðið massa fúl og farið heim í fýlu en nei, nei, ég bara greiddi nett í gegnum rennblautt hárið og hélt svo áfram að dansa!
Væri nú ekki bara fínt ef maður væri alltaf svona ligeglad?

Friday, December 10, 2004

Péningar...

...eru náttla bara til vandræða! Sérstaklega ef maður á ekkert af þeim.
Hvernig í ósköpunum er hægt að vera svona glataður í peningamálum eins og ég...
Það hefur sko verið innprentað í mig (af fjölskyldunni aðallega) að ég sé svo óskaplega skynsöm í fjármálum að það sé engu lagi líkt (sem sagt í samanburði við systkini mín...) og ég hef trúað þessu í fjölda ára en nú held ég að ég sé að átta mig á því að þetta er ekki alls kostar rétt!
Eftir að ég kynntist t.d. henni Rúnu og fleirum úr verkfræðinni þá kem ég hrikalega út í fjármálasamanburði. Ég er t.d. búin að vera með blússandi yfirdrátt í tæpt ár núna og það sér nú ekki alveg fyrir endann á honum... (ég bind reyndar vonir mínar við jólabónusinn...)
En það sem ég ekki skil í þessu máli er að mér finnst ég alltaf vera að spara!
Ég er orðin skuggalega gömul og á ekki neitt og alls staðar í kringum mig eru smápattar að kaupa sér íbúðir og rosa flotta bíla og sonna...
Hvert leka allir péningarnir mínir, spyr ég nú bara si sona???