Kristveig í Sveré

Tuesday, October 31, 2006

Snilldarferð til Barcelona!

Já, nú er ég komin heim úr þessari líka dásamlegu ferð til Barcelona. Við Katrín og Stebbi lögðum í hann um hádegið á mánudaginn í síðustu viku og komum svo aftur heim seint á laugardagskvöldið. Við vorum ótrúlega heppin með veðrið því það var 25-27 stiga hiti og sól allan tímann! ...og það var sko búið að rigna í 2 vikur áður en við komum!
Ferðin var mjög góð blanda af skoðunarferðum, kaffihúsum, tapas, rölti um bæinn o.fl. Við skoðuðum Sagrada familia, Gaudi hús, Gaudi garðinn, Dómkirkjuna, Nou Camp, Picasso safnið, Ólympíuþorpið og margt margt fleira. Þetta er alveg ótrúlega falleg borg og ég mæli eindregið með henni.
Fórum á eitt afar skemmtilegt djamm sem byrjaði á stað sem býður upp á kampavín og sveittar samlokur (mjög spes blanda... hehe) en svo færðum við okkur yfir á annan stað sem var eins og garður með þaki ofan á, mjög flott. :)
Ætla nú ekkert að rekja ferðasöguna í smáatriðum en skelli inn nokkrum myndum í staðinn.


Katrín og Stebbi á Placa Catalunya


Ég og Katrín í Dómkirkjunni


Katrín og Stebbi uppi á þaki á Gaudi húsinu


Í Gaudi garðinum


Útsýni yfir borgina efst úr Gaudi garðinum


Sagrada familia


Höllin á Ólympíuhæðinni


Á Arlanda í 1 stigs hita... brrrr...

Sunday, October 22, 2006

Hola Barcelona!

Það er búið að vera mikið um að vera hjá mér undanfarið og má þá helst nefna að prófin gengu vel og þeim lauk ég síðast liðinn miðvikudag.
Á fimmtudaginn komu Kristbjörg, Adda, Ella, Soffía og Svanur hingað og við erum búin að vera í stanslausu skemmtiprógrami síðan þá ;) Erum t.d. búin að rölta um gamla stan, fara á kaffihús, fara í túristasiglingu í kringum Djurgården (ein af 2400 eyjum hér í Skerjagarðinum) og svo auðvitað í örfáar búðir... Á föstudagskvöldið vorum við hér hjá mér ásamt Dagnýju, Stebba, Siggu og "vinkonu" hennar Siggu. Skelltum okkur svo á Golden hits barinn og dönsuðum fram á nótt, algjör snilld því ég hef ekki verið nógu dugleg að fara út að dansa hér í Stokkhólmi :)
Í gærkvöldi vorum við aðeins rólegri og ég og Íslendingastóðið mitt fórum voða fínt út að borða ásamt Anniku. Í dag héldu svo allir heim á leið... Ég skellti mér hins vegar út í Spånga kyrka og söng með kórnum mínum. Þetta voru afar vel heppnaðir tónleikar, þó ég segi sjálf frá, og einstaklega fallegur hljómur í þessari kirkju.
Á morgun er það svo Barcelona, jibbí!!!

Monday, October 02, 2006

Åland :)

Skrapp í kórferðalag til Álandseyja um helgina og það var svona líka vel heppnað. Helgin einkenndist að sjálfsögðu af miklum söng en svo voru líka veisluhöld, sauna, söngur í sauna, stunga í sjóinn, dans og meiri söngur. Afskaplega gaman :)
Hér er mynd af mér og borðsherra mínum, honum Martin. Svo er önnur af Karin, Felix og Matilda bara til að sýna aðeins betur forngríska búiningaþema laugardagskvöldsins. Ég klikkaði reyndar á því að ná mér í greinar á hausinn... en það var ekki mikill tími til þess þar sem stífar æfingar fyrir afar flott skemmtiatriði voru í fullum gangi þar til rétt fyrir matinn. ;)



Af mér er annars allt fínt að frétta... er reyndar að kabbna úr lærdómi þessa dagana en þann 18.okt er þessari önn lokið og þá fær ég smá frí. Kristbjörg mín ætlar að koma í heimsókn 19.-22.okt, kórinn er með tónleika að kveldi 22.okt og svo ætla ég, Katrín og Stebbi í nokkra daga til Barcelona, jei! Nú þarf ég bara að hafa það af að læra í tvær og hálfa viku... og þá hefst gamanið :)