Kristveig í Sveré

Monday, January 31, 2005

Matarhelgin mikla...

Var í stanslausum matar- og kaffiboðum alla helgina! :-)
Fór á föstudaginn í kaffiboð til Elfu Þallar, sem var með mér í MA, en hún er hér á landinu í smá heimsókn og dreif nokkrar vinkonur til sín í kaffi... Alltaf gaman að hitta gamla skólafélaga! Það versta var að mér fannst eins og ég væri ekki alveg að standa mig í því að ala börn því þarna var allt vaðandi í börnum... ég sem hélt að ég væri ennþá of ung til að eignast börn...hehemmm...
Eftir þetta boð fórum ég og fleiri í matarboð til Baldurs bekkjarfélaga míns úr MA. Við horfðum að sjálfsögðu á Idolið og kjöftuðum langt fram eftir kvöldi.
Á laugardagskvöldið kíkti ég aðeins í mat til afa og ömmu, en þau áttu 55 ára trúlofunarafmæli, algjör krútt! Svo skellti ég mér í Þjóðleikhúsið með Sigurlaugu minni og það klikkaði nú ekki! Rosa gaman! Eftir leikhúsið fór ég í smá kjaftaheimsókn til Rúnu og kíkti svo aðeins á Ölstofuna á leiðinni heim og hitti þar margt skemmtilegt fólk!
Í gær fór ég í hádegismat til Siggu Dóru og þangað kom Rebekka, sem er hér á landi í nokkra daga, en hún er búsett í Hong Kong. Ég var síðan eiginlega boðflenna í matarboði í gærkvöldi. Var að hjálpa dóttur fyrrverandi söngkennara míns í Línulegri Algebru og við vorum svo lengi í þessu að ég lenti í hangikjötsveislu með allri fjölskyldunni!
Verð sennilega að svelta mig alla vikuna eftir át helgarinnar...

Wednesday, January 26, 2005

Með illu skal illt út reka!

Það er einhver lumbra í mér í dag og ég er að velta fyrir mér hvað sé best að gera til að losna við veikindi. Mamma gaf mér einu sinni ógeðisdrykk þegar ég var að verða eitthvað slöpp og mig minnir að hann hafi virkað... hann er bara svo helv... vondur, en með illu skal illt út reka... Uppskriftin er eitthvað á þá lund að maður sýður fjallagrös í vatni í ca. 15 mín, síar svo grösin frá og bætir hunangi og e.t.v. sítrónusafa í soðið. Þetta er sennilega einn versti drykkur sem til er. Ég hef nú svo sem á minni söngskólatíð sankað að mér alls kyns uppskriftum gegn kvefi, slappleika og særindum í hálsi. Dæmi um þetta er að drekka seyði af engiferrót, anda að sér vatnsgufu, bryðja sólhatt, c-vítamín og býflugnavax og svona mætti lengi telja. Það nýjasta sem ég heyrði um í þessum efnum er að gott sé að þamba vatn alveg þar til maður fer að pissa glæru...
Ég hugsa að ég muni hafa nóg að gera eftir vinnu við að koma þessu öllu saman í verk...
Kann kannski einhver betri töfralausn en þær sem hér eru upp taldar? Ég nenni ekki að verða veik!

Tuesday, January 25, 2005

Þetta er allt að koma...

Úúúúú... er búin að kaupa mér miða í leikhús á laugardaginn! Er að fara með Sigurlaugu söngvinkonu minni á "Þetta er allt að koma". Er búin að ætla að fara á þessa sýningu heillengi en aldrei komið því í verk fyrr en núna og ég held að þetta sé meira að segja síðasta sýningin...
Vona að þetta verði gaman því ég er farin að hlakka svoooo mikið til, mér finnst svo gaman að fara í leikhús! :-)


Friday, January 21, 2005

Trausti Valsson

...er nú formlega orðin átrúnaðargoðið mitt!
Horfði sem sagt í gær á Sjálfstætt fólk -þátt sem fjallaði um Trausta og þvílík snilld!
Það var rosa gaman að horfa á þáttinn í góðum hópi verkfræðibekkjarsystkina og fínt að hitta þau edrú svona til tilbreytingar...híhí
Þarna myndaðist mjög fín stemmning með Trausta í bakgrunni og ávaxtareykingum í forgrunni... :-)

Thursday, January 13, 2005

Engin takmörk...

... eru nú fyrir því hvað manni dettur í hug að gera... Eftir nokkurra daga sleitulausa umræðu kvenpeningsins sem ég vinn með um prjónablöð, prjónauppskriftir og handavinnu yfir höfuð, ákvað ég að byrja að hekla og finnst það bara ótrúlega gaman!
Veit nú ekki hvort ég næ að halda áhuganum nógu lengi til að klára stykkið, það hefur viljað loða við mig að byrja á einhverju svona með offorsi en gefast svo upp í miðju kafi... ég á t.d. hálfprjónaða peysu, hálfkláraðan útsaumsdúk og alls konar ónotað föndurdót uppi í skáp en nú ætla ég að reyna að klára! :)

Tuesday, January 11, 2005

Jei!

Búin að panta mér miða á Tosku í Óperunni... hlakka ekkert smá til!
Þetta er sko liður í áætlun minni um að vera ótrúlega menningarleg núna eftir að ég byrjaði að vinna... nú er sko engin afsökun fyrir því að fara ekki í leikhús, óperu, á tónleika o.s.frv., nógur tími og alla vega aðeins meiri peningar í umferð heldur en koma frá LíN... :-)

Friday, January 07, 2005

Helgin er á næsta leiti...

Mikið er dásamlegt að það er að koma helgi aftur! :)
Ótrúlegt hvað dagarnir líða hratt þó að maður sé nú ekki svo sem neitt sérstakt að gera nema vinna og reyna að hrista af sér jólaspikið... Fékk annars Rúnu og Völu í heimsókn á þriðjudagskvöldið og það var afskaplega notalegt. "Elduðum" okkur kjúlla (úr grillinu í Nóatúni) og borðuðum svo hrikalega góðar smákökur sem Rúna kom með.
Ég ætlaði sko að byrja í svaka matarátaki á mánudaginn en einhvern veginn vill þetta alltaf frestast þangað til "á morgun"... en þetta hlýtur allt að fara að koma :-)

Tuesday, January 04, 2005

Nýtt met!

Á gamlárskvöld setti ég nýtt lengdarmet í djammi... var að til kl. 8 á nýársmorgun!!!
Maður er greinilega ekkert að eldast...híhí... (eða þroskast...hehemmm...)