Kristveig í Sveré

Saturday, November 19, 2005

Í gyllta salnum með "schmeck" á hausnum ;)

Sadshuset i gærkveldi!

Var að syngja með kórnum mínum í Stadshuset í gærkvöldi undir stjórn Eric Ericsson sem er frægasti kórstjórnandi Svía. Tilefnið var að það var verið að heiðra Eric og veita honum verðlaun upp á 850 þúsund sænsk kvikindi!!! Ekki amalegt það! Annars var þetta aðallega útskriftarathöfn fyrir doktorsnema frá KTH. Við fengum svo að vera með í veislunni og dansinum á eftir. Borðuðum í Blåhallen (sem er reyndar ekki blár salur en átti að vera það þar til arkitektinn skipti um skoðun) og dönsuðum í Gyllene salen (sem er sko roooosalega gylltur, allir veggirnir eru alsettir örlitlum mósaíkflísum þar sem grunnliturinn er gull en svo eru alls kyns myndir líka). Svo fengum við líka að fara inn í prinsens gallerí sem er víst mjög sjaldgæft að fólk fái að fara inn í. Alla vega svona líka ljómandi skemmtilegt kvöld!
Nú er ég hins vegar að fara að skemmta mér yfir lærdómnum og reyna að hrista af mér einhvern hálsbólguskít sem er að troða sér upp á mig!

Sunday, November 13, 2005

Jätte bra kryssning!

Var sum sé að koma úr siglingu til Tallin og hún var bara snilld! Rosa gaman í bátnum, tókum þátt í karoki, horfðum á miss latino og rosalega danssýningu, borðuðum góðan mat og kjöftuðum. Það var líka mjög gaman að koma til Tallin, stoppuðum reyndar bara í 6tíma í landi... en maður fékk alla vega smjörþefinn. Okkur tókst að sjálfsögðu að monta okkur af því að Ísland hefði verið fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Eista og sögðum einhverjum aumingja Svía frá öllum Thule auglýsingunum m.a. um Jón Baldvin: "He went there and just recognized them"!!!! (með tilheyrandi hreyfingum og stolti í augunum). Svíinn leit líka alveg eins út og útlendingurinn í Thule auglýsingunum...hehe... var ekki alveg að ná þessum húmor... og við hlógum og hlógum...
Er með netta sjóriðu, enda var dálítill veltingur, sérstaklega á leiðinni heim.
Nú tekur við stanslaus lærdómur næstu vikurnar!!! Þýðir ekkert að vera í þessu kæruleysi lengur!

Tuesday, November 08, 2005

Coldplay tónleikarnir!!!

Þvílíkir tónleikar!!! Ég, Íris og Dagný fórum sem sagt á Coldplay tónleika í gær og það var ekkert smá gaman. Frábær tónlist, brilliant söngvari og frábærlega flott "sýning"!
Íris er annars búin að vera hjá mér síðan á föstudaginn og fór í dag. Erum búnar að kjafta mikið á þessum nokkru dögum en höfum líka afrekað ýmislegt... Við fórum á National museet á laugardaginn, á Drottningholmen á sunnudaginn (þar sem konungshjónin búa) og svo í búðarráp í gær. Erum auk þess búnar að þræða heimboð á öllum helstu stöðum bæjarins....eða svona næstum... Ekki amalegt að skella sér í matarboð út um allt þegar maður sjálfur er með gest...hehe... Fórum í íslendeingapartý á föstudagskvöldið og svo þaðan niður í bæ. Okkur tókst nú ekki að komast inn á neinn skemmtistað en skemmtum okkur aftur á móti konunglega við að hlusta á sögur Björns Víkings um samskipti hans við gamlar sænskar kellingar og fleira þvíumlíkt...hehe...
Á laugardagskvöldinu fórum við stöllur ásamt Siggu frænku í dýrindis þriggja rétta matarboð til Dagnýjar og á sunnudagskvöldið var matarklúbbur hjá Stebba og ekki síðri matur þar... mmmm... Dásamlegt alveg hreint! Reyndar var vogin ekki alveg eins sátt við öll þessi matarboð... en úr því verður bætt hið snarasta. Maður getur t.d. hakkað í sig nokkrum pökkum af Läckerol þar sem "överdriven konsumption kan ha laxerande effecter"... getur ekki klikkað...hehe...

Thursday, November 03, 2005

Jólin koma, jólin koma...

...já, það var að renna upp fyrir mér að jólin nálgast eins og óð fluga... Er búin að vera í rúma viku í skólanum núna á seinni hluta annarinnar og ég er strax komin geðveikt á eftir í öllu og svo er ég búin að skipuleggja svo mikið af skemmtunum að ég veit ekki hvenær ég á að ná að vinna öll verkefnin sem fyrir liggja...hehe... en þetta hlýtur allt saman að reddast, það gerir það alltaf... ;)
Fór á tónleika með Sigur rós á þriðjudagskvöldið og var alveg stórhrifin! Hann Jónsi, söngvari, er nú alveg ótrúlegur, þvílík rödd! ...og svo var ég stundum næstum stressuð um að hann myndi kafna því hann söng svo langa tóna. Er farin að halda að hann andi inn um nefið og út um munninn á sama tíma...hehe... Amina spilaði líka með þeim strákunum og sem upphitunarband og þær eru líka brill! Eftir tónleikana fórum við Dagný ásamt Stebba, Hrannari og Óla á bar nokkurn í Gamla Stan og hlustuðum á meiri lifandi tónlist. Sem sagt eitt heljarinnar menningarkvöld! Jätte bra, altså!
Á morgun kemur Íris mín til mín í heimsókn, jibbí!!! Hún ætlar að vera yfir helgina og meira að segja fram á þriðjudag því að á mánudagskvöldið ætlum við, ásamt Dagnýju, á tónleika með Cold play. Hlakka ekkert smá til!