Kristveig í Sveré

Thursday, June 22, 2006

Váááááá...


....hvað það er gaman að verða 10 ára stúdent! Fór norður á miðvikudaginn í síðustu viku til að júbílera ásamt félögum mínum úr MA og þvílík snilld, segi ég nú bara! Ég sem er búin að vera að bölva því að aldurinn skuli færast yfir en þetta gerir það bara að verkum að ég er strax farin að hlakka til að verða 15 ára stúdent! ;) Ferðin byrjaði á sjö tíma ferðalagi mínu og Siggu norður til Akureyrar. Vorum frekar lengi á leiðinni eins og glöggir lesendur átta sig á en við þurftum að tala svo mikið að okkur veitti sko bara alls ekkert af þessum tíma... Rétt náðum í skottið á nokkrum MA félögum sem höfðu hist á bar einum og þá strax komst maður í gírinn. Fimmtudagurinn byrjaði á sundferð og svo var haldið í ótrúlega skemmtilega óvissuferð um Eyjafjörðinn. Um kvöldið grillaði hinn stórskemmtilegi bekkur 4T í sveitinni heima hjá oddvitanum Axel Grettissyni og þar trölluðum við m.a. "4T, 4T, 4T, elíta skólans, það held ég" sem er frumsamið lag eftir Ómar bekkjarfélaga okkar, mjöööög flott lag! Svo fórum við í bæinn og við þessi allra hörðustu enduðum svo á mjög svo steiktu en skemmtilegu eftirpartýi til 6 um morguninn. Föstudagurinn fór að mestu í sundferð og almenna afslöppun og svo byrjaði bekkjarkokkdillir hjá Þorgerði upp úr 5. Síðan var skundað í höllina og þar beið okkar þriggja rétta máltíð og tjútt á eftir. Okkar árgangur átti lang"besta" skemmtiatriðið þar sem Frímann fór með gamansögur... mjöööög fyndnar...hehemmm ;) Ég átti stórleik á barnum (að eigin áliti...hehe) og tókst að láta júbílanta á öllum aldri (upp í 60 ára...) bjóða mér og vinkonum mínum í glas...hehe Þetta kvöld endaði líka í mjög skemmtilegu eftirpartýi og ekki síðra rölti á nætursöluna og svo heim. Öll herlegheitin kórónuðust svo þegar pabbi hennar Þorgerðar bauð upp á amerískar pönnsur með öllu tilheyrandi á laugardagsmorguninn, þvílíkt lostæti! Ég var náttúrulega stálslegin eftir þetta kjarnafæði og skellti mér niður í bæ að hlusta á Eddu hans Halldórs Svavars flytja fjallkonuljóð, kíkti einn rúnt um gamla skólann minn, fór í útskriftarveislu til Eddu og brunaði svo heim í sveitina með pabba og mömmu. Átti mjög notalega tvo daga í heiðardalnum í blíðskaparveðri og kom svo hingað suður aftur í gær. Myndin (sem ég veit nú ekkert hvar mun lenda í textanum) er af Írisi, Siggu, mér, Boggu og Þorgerði í kokkdillinum á föstudagskvöldið. ;)

Sunday, June 04, 2006

Komin upp á klakann

Já, þá er ég komin heim á Íslandið góða. Átti voða notalega daga í Stokkhólmi þrátt fyrir hálfgert suddaveður. Var aðallega bara í því að gera vel við mig og hitta fólk, voða gott. Kom heim á fimmtudagskvöldið og fór í vinnuna strax á föstudagsmorguninn. Fannst mjög fínt að koma mér aðeins í vinnugírinn, hitta vinnufélagana og svona en ég verð nú að viðurkenna að ég var pínu sybbin þennan dag ;) Um kvöldið hittumst við söngskólavinkonurnar og sötruðum rauðvín og kjöftuðum, svooooo gaman.
Það hefur rignt yfir mig afmælisgjöfum héðan og þaðan. Fékk ótrúlega flott sólgleraugu með sjónglerjum frá systkinum mínum og svo gáfu söngskólastelpurnar mér eyrnalokka, armband og silfurskó!!! Það margborgar sig að verða þrítugur, ég er alveg búin að sjá það...hehe.
Mamma kom í bæinn í gær og við eyddum deginum saman, kíktum til afa og ömmu og vorum svo bara í rólegheitunum hér heima hjá mér. Í dag hitti ég Rebekku, Jarrad, Kiru og Imbu á kaffihúsi og svo er ég á leiðinni til afa og ömmu í hvítasunnumat :)
Ótrúlegt annars hvað maður rekst á marga sem maður þekkir ef maður fer út úr húsi. Hitti Silju verkfræðigellu og Sirrý MA-gellu í Smáralindinni í gær og svo hitti ég Ingu Dagmar sem var landvörður með mér í Jökulsárgljúfrunum fyrir utan Nauthól eftir kaffiferðina með Imbu, Rebekku og co. Ég var næstum búin að gleyma því hvað Ísland er lítið...hehe Ég var eiginlega líka búin að gleyma stressinu hér... Fór í Bónus á föstudaginn og ég hélt að kassadaman væri á spítti, hún renndi vörunum svo hratt í gegn og svo fékk hún líka næstum kvíðakast þegar eitthvað klikkaði í kassanum og ég þurfti að bíða pínu... Vona að ég nái að halda í sænsku rólegheitin í smá tíma í viðbót, það er svo þægilegt við svona aðstæður :)