Kristveig í Sveré

Wednesday, July 20, 2005

Sólarfrí!!!

Hef ákveðið að taka mér sólarfrí frá kl. 15 í dag, það er bara ekki hægt að vera inni að vinna í þessu veðri! Við Rúna ætlum að skella okkur á Esjuna og svo í sund! Ekki amalegt það :o)

Tuesday, July 19, 2005

Tröllaskaginn er æði æði æði!

Kom í gær heim úr fjögurra daga gönguferð um Tröllaskagann og hún var snilld í alla staði. ;o)Gönguleiðirnar voru allar bjútífúl og veðrið rosalega gott! Gengum á fyrsta degi frá Ólafsfirði yfir í Héðinsfjörð. Á öðrum degi gengum við svo yfir í Siglufjörð og svo þaðan í Fljót, sem er bæ ðö úei ótrúlega falleg sveit. Svo var þrammað ofan af Lágheiðinni um Klaufabrekkudal yfir í Svarfaðardal og á síðasta degi fórum við yfir Heljardalsheiði og niður í Kolbeinsdal (sem er rétt hjá Hólum í Hjaltadal).
Ég mæli algjörlega með öllum þessum leiðum, þær eru svakalega flottar!
Annars snýst lífið þessa dagana um að redda sér húsnæði í Stokkhólmi því það styttist óðum í brottför þangað. Þarf líka að vinna í að losa mig við ýmislegt úr búslóðinni áður en ég fer út. Veit einhver um einhvern sem vantar sófa, náttborð, kommóðu, örbylgjuofn, brauðrist, hraðsuðuketil, leirtau o.s.frv.??? Hugsa að ég nenni ekki að flytja mikið með mér út...

Wednesday, July 06, 2005

Komin aftur í borg óttans...

...og byrjuð að vinna aftur á kontórnum. Það á nú ekki alveg eins vel við mig að vinna inni á sumrin eins og að moka skurði en maður lætur sig hafa það að glápa á tölvuskjáinn allan daginn í nokkrar vikur í viðbót...
Ég er búin að panta mér flug út til Stockholm 23. ágúst svo að nú verður ekki aftur snúið með skólavistina í Svíþjóð. Á eftir að redda mér íbúð og er dálítið stressuð yfir því en það hlýtur að bjargast einhvern veginn... Námið sem ég er að fara í heitir Samhällsplanering og er einhvers konar skipulagsfræði. Ég er ekki alveg búin að ákveða fyrir víst alla kúrsana en það kemur t.d. vel til greina að tengja skipulagsmálin við vegtækni eða eitthvað slíkt. Er bara búin að veja kúrsa fyrir haustönnina og þeir eru allir nokkurs konar grunnur í skipulagsmálum... (aðallega borgarskipulag, held ég). En þetta á nú vonandi eftir að skýrast betur þegar ég verð komin út og búin að kynna mér þetta allt saman betur! :o)
Annars lítið í fréttum nema að ég er að fara í gönguferðina mína 14.-18.júlí og er bara að vona að veðrið verði gott því þetta eru víst ansi flottar leiðir sem á að ganga. ;o)