Kristveig í Sveré

Wednesday, December 21, 2005

Komin heim í sveitina

Já, þá er ég komin alla leiðina á Skerið og það er barasta voða notalegt. Kom til landsins á sunnudaginn og Sigurlaug mín sótti mig á völlinn. Var nefnilega með svo þétt skipaða dagskrá þennan hálfa sólarhring í höfuðborginni að þetta var góð leið til að ná að spjalla við hana. Fór beint í dýrindis veislu til afa og ömmu þar sem á borðum var ljúffeng hreindýrasteik, ekki amalegar móttökur það! Svo fór ég að hitta menntóvinkonur mínar í bænum. Við röltum aðeins um Laugaveginn og settumst svo inn á kaffihús og spjölluðum... afskaplega notalegt. Flaug norður á mánudagsmorguninn með Halldóri Svavari og Kristbjörgu og mamma sótti okkur til Akureyrar.
Spilaði badminton við brósa minn í gær og testaði í leiðinni nýju hnéhlífina mína en hún er nú ekkert alveg nógu góð því ég náði aðeins að snúa upp á hnéð þegar við ákváðum að spila smá fótbolta... ekkert alvarlegt en samt pínu spælandi því hún var nú nógu dýr...
Annars er ég í óskaplega miklum rólegheitum hér heima og líður vel með það. ;) Er strax búin að snúa sólarhringnum við og vakna ekki fyrir hádegi...hehe... Klippti Halldór Svavar minn í gær og er bara orðin bísna góð í því þó ég segi sjálf frá...hehemmm Nú er ég nýkomin úr sundi og ætla að fara að lesa eða eitthvað... Þvílík dásemd!

Saturday, December 17, 2005

Jólin koma, jólin koma!

Já, ég fer heim til Íslands á morgun! Það verður sennilega svolítið skrýtið að koma heim. Mér finnst einhvern veginn að tíminn hafi átt að standa í stað þarna heima á meðan ég hef verið hér... en það er auðvitað ekki málið... hehe
Fór í matarklúbbinn í gærkvöldi til Dagnýjar og hún eldaði þennan líka dýrindis hnetukjúllarétt...mmmm rosa gott! Svo bakaði ég pönnukökur í eftirrétt og við höfðum ís og marssósu með...mmmm líka svaðalega gott. Fengum viðauka í klúbbin, það komu nefnilega fjórir Gautaborgarar í heimsókn til Dagnýjar í gær og það gerði kvöldið enn skemmtilegra ;)
Í kvöld ætlum við svo ein fjórtán íslensk stykki út að borða. Hlakka mjög til! ;)
Jæja, ætla aðeins að skreppa í Gamla Stan og kíkja á jólamarkað.

ps. datt í hug að segja ykkur frá síðunni hennar múttu minnar www.yst.is. Þar má sjá listaverkin hennar og þar á meðal gosbrunn sem ég var með í að byggja í sumar ;)

Sunday, December 11, 2005

Sankta Lucia

Já nú er ég búin að syngja í Luciatåg í fyrsta skipti (ja, alla vega svona í seinni tíð...) og það gekk bara vel. Var reyndar með svindlmiða því það voru svo mörg lög sungin að ég rétt náði að læra lögin sjálf en ekki alla textana... hehemmm... Ég á svo að vera sjálf Lucia á þriðjudaginn kemur, þegar við syngjum í Sankt Görans Sjukhus. Mér fannst það nú bara skemmtilegt að fá að vera Lucia svona einu sinni en eftir daginn í dag er mér alveg hætt að lítast á þetta hlutverk... Sú sem var Lucia í dag endaði nefnilega með hárið gjörsamlega þakið vaxi og þvílíkt far eftir krónuna
á enninu (maður er s.s. með málmkrónu með lifandi ljósum á hausnum...) En alla vega, þetta hlýtur nú að bjargast...
Annars var ég að klára skólann minn á föstudaginn og er komin í jólafrí! Jei! Fór í kórstelpnapartý á föstudagskvöldið og drakk glögg og talaði mikið... (full mikið að gorta mig af Íslandi fyrir minn smekk...hehemmm.)
Í gær var svo partý hjá Völu fyrir okkur íslensku stelpurnar og það var mjög fínt líka. Ég fór reyndar frekar snemma heim því ég þurfti að vakna kl 7 í morgun til að fara á söngæfingu.
Næstu dagar munu mikið einkennast af söng en svo ætla ég nú líka að slappa af, versla jólagjafir, fara á jólamarkaði, vera í matarboðum, fara út að borða o.s.frv. Sem sagt spennandi vika framundan og svo fer ég heim á Frónið mitt á sunnudaginn. ;)

Wednesday, December 07, 2005

Djööööö...

...hvernig slekkur maður á brunavörn??? Ég fékk bréf í póstinum áðan um mikilvægi þess að hafa brunavarnirnar í lagi og það er nú allt gott og blessað. Ég gerðist náttúrulega voða ábyrg hið snarasta og ýtti á takkann á reykskynjaranum mínum til að athuga hvort rafhlöðurnar væru ekki í lagi en nú pípir tækið á mínútufresti og ég kann ekkert að slökkva á þessu!!!

Tuesday, December 06, 2005

Þetta er allt að koma!

Jæja, þá vorum við Dagný að ljúka við enn eitt verkefnið og svei mér þá ef ég sé ekki bara fyrir endann á þessari törn, enda verður hún búin á föstudaginn kemur! Jei!
Skrif-andinn er ekki yfir mér núna en í staðinn ætla ég að skella inn tveimur myndum úr Tallin ferðinni miklu. Ég tel mig hafa unnið grettukeppnina þetta ágæta kvöld...