Kristveig í Sveré

Tuesday, January 31, 2006

Jei jei...

Halldór Svavar minn kom í heimsókn á sunnudaginn og fór svo að hitta vin sinn og mág í Skövde í gærkvöldi. Það var svooooo gaman að hafa litla brósa í heimsókn! Við röltum m.a. um bæinn, fengum okkur steik á Jensens Böffhus og höfðum það voða notalegt. Nú eru líka allir í fjölskyldunni búnir að heimsækja mig (og mamma meira að segja tvisvar ;) ). Fór í bíó með Siggu föstudagskvöldið og við sáum Minningu um geisju (eða eitthvað svoleiðis...) og mér fannst hún bara mjög fín. Komst svo að því þegar ég fór að hugsa um það að ég hef ekki farið í bíó síðan síðasta sumar!
Jæja... nú held ég að ég sé búin að gera allt sem mér dettur í hug til að fresta því að fara að læra... hehemmm...

Sunday, January 22, 2006

Stokkhólmurinn minn...

Já, þá er ég komin aftur til Stokkhólms... Fékk fylgdarlið með mér hingað út þar sem Kristbjörg og mamma komu í helgarferð til mín. :) Við áttum mjög skemmtilega helgi, röltum um bæinn, fórum út að borða og skruppum í outlet í Barkaby með Anniku (sem er læknir og var að vinna á Íslandi). Ætluðum líka upp í turninn á Stadshuset en hann er víst lokaður á veturna :(
Það var ansi kalt í íbúðinni minni þegar við komum hingað út. Ég hafði nefnilega ákveðið að það væri sniðugt að lækka á öllum ofnum á meðan ég væri heima til að spara... en ég borga sko ekki hitann, hann er innifalinn í leigunni...hehemmm... Er ekki ennþá búin að ná upp venjulegu íslensku innihitastigi en þetta er samt allt að koma ;)
Ég byrjaði í skólanum á fimmtudaginn var og líst bara vel á þann kúrs, svo byrja ég í öðrum í næstu viku. Þessi síðari verður kenndur í Norrtälje sem er lengst norður í rassg... og ég held það muni taka mig hátt í 1,5 tíma að komast þangað! Þetta þýðir 3 tíma ferðalag í hvert skipti og ég veit ekkert hvað ég á eiginlega að gera þennan tíma??? Þetta er ekki lestarferð svo ég get sennilega ekki lesið á leiðinni... hmmm... þarf að finna eitthvað út... Væri gott að geta nýtt tímann eitthvað en ég enda örugglega bara á því að hlusta á ipodinn minn ;)
Ég, Dagný og Kolla skelltum okkur á ballettsýninguna Pétur Gaut við tónlist Grieg á föstudagskvöldið og það var mjööög skemmtilegt! Mikið af fallegum kroppum og ótrúlega fallegar hreyfingar og svo er tónlistin líka mjög flott. Þeir hafa greinilega samt stytt verkið aðeins því ekkert af lögunum sem við þekkjum voru spiluð...
Jæja, ætla að haska mér út í frostið og hlaupa, er að reyna að vera dugleg við það... :P Svo verð ég sennilega að koma mér aðeins af stað í náminu... ;)

Sunday, January 01, 2006

Gleðilegt ár lömbin mín!

Já nú er bara komið árið 2006, ótrúlegt! Ég er enn í vellystingum í sveitinni og hef það eiginlega aðeins of gott...hehe... Held ég verði svo löt af þessu svakalega langa jólafríi að ég geti aldrei lyft litlafingri framar... Hér er mynd af okkur systkinunum á aðfangadagskvöld. Það er árlegur siður í fjölskyldunni að stilla okkur upp á sama stað og smella af ;)

Nú svo er kannski ekki úr vegi að skella inn mynd þar sem Halldór Svavar er að borða jólamatinn eftir að hann sullaði rauðbeðum á skyrtuna sína...hehe