Kristveig í Sveré

Saturday, April 29, 2006

Steingrár hversdagsleikinn...

Já, nú er hann tekinn við... Er að reyna að vera dugleg að læra en það gengur nú svona og svona... Fór í Q-sång með kórnum mínum á laugardagskvöldið um síðustu helgi og það var mjööög gaman. Q-sång er sem sagt Quartett-sång þar sem kvartett er skilgreindur sem 2 eða fleiri...hehe. Ég og fjórar aðrar stelpur tókum þátt og sungum Lollipop, lollipop, ú lolli lolli lolli... og gekk barasta mjög vel. Við unnum reyndar ekki keppnina en fengum ýmis smáverðlaun fyrir góð tilþrif í söngnum. :) Það var líka bara svo gaman að æfa þetta, hef ekki sungið mikið í litlum hópum undanfarið en mér finnst það svoooo gaman! ;)
Á mánudagskvöldið bauð Kolla nokkrum íslendingum (og Gustaf ;)) í afmælismat á veitingastað rétt hjá Slussen. Þarna fengum við mjög góðan mat og svo afmælisköku á eftir og kvöldið var hið skemmtilegasta í alla staði. Veitingastaðurinn er líka með mjög flott útsýni yfir vatnið/sjóinn (veit sko ekki hvað er vatn og hvað er sjór hér í kringum Stockholm...hehe, en ég held samt að þetta hafi verið útsýni yfir sjó...).
Á morgun er ég að fara, ásamt matarklúbbnum og mökum og kannski fleirum, til Uppsala á Valborgarmessuhátíð. Veit ekki alveg hvernig hún fer fram en vona alla vega að veðrið verði gott því mér skilst að stór hluti dagsins fari í að vera í nestisferð úti á túni í miðjum bæ ;)
Jæja, farin að læra!

Monday, April 17, 2006

Ferðalagið á enda runnið...


Jamm... kom heim um hádegið í gær eftir þessa líka frábæru ferð til Asíu!
Rebekka þeyststist með mig um alla borgina og ég verð nú að segja að það sem kom mér mest á óvart við Hong Kong var í fyrsta lagi hvað það er stutt í náttúruna frá borginni. Við fórum t.d. í gönguferð um skógivaxnar hlíðar í 5 mínútna akstursfjarlægð frá íbúðinni hennar Rebekku. Nú og svo er heldur ekkert langt að fara í ennþá meiri "sveit"... Við skruppum t.d. heim til Huldu, systur Rebekku, sem á heima rétt utan við borgina og þaðan fórum við í voða fína göngu niður að fallegri strönd. Hitt atriðið sem kom mér mjög mikið á óvart var að það mætti halda að borgin væri bara smábær því það var nánast sama hvert við stöllur fórum, alls staðar hitti hún einhvern sem hún þekkti... ótrúlegt! ;)

Á miðvikudaginn, eftir voða fína og sveitta gönguferð með Rebekku, skellti ég mér til Macau, sem er hluti af Kína en virkar svipað og Hong Kong, þ.e. er með hálfgert sjálfstæði. Borgin var lengi undir stjórn Portúgala og það sést vel á sumum byggingum og svo er þarna klassískt evrópskt torg. Ég leigði leigubíl til að skutlast um borgina með mig svo ég næði að skoða það helsta þarna á frekar skömmum tíma og af því að ég var ein á ferð þá fékk ég leigubílstjórann til að taka myndir af mér við alla helstu staðina... er ekki viss um að þessi þjónusta sé venjulega innifalin hjá leigubílastéttinni, en hann mótmælti ekki... híhí...

Frá Macau fór ég til Zhinhai þar sem Bjarki vinnur og hann bauð mér rosa fínt út að borða og svo í fótanudd... voða gott! Daginn eftir tók ég smá sundsprett í lauginni heima hjá Bjarka og rölti svo aðeins um bæinn áður en við fórum aftur til Hong Kong.







Á fimmtudagskvöldið fórum við Bjarki, ásamt vinum hans frá Ástralíu, út að borða og lentum svo á voða skralli á eftir... alveg óvart... hehe... Föstudagurinn fór af þessum sökum í afslöppun... svona framan af alla vega. Náðum þó að koma okkur út úr húsi seinnipartinn og ég keypti mér nýja myndavél (eyðilagði sko hina... :-/ ) og við fengum okkur að borða á voða fínum stað uppi í turni sem snýst svo að maður fær útsýni yfir alla borgina!
Síðasta daginn minn fórum við Bjarki á eyju sem heitir Lamma og gengum yfir hana, milli tveggja fiskiþorpa. Það var frekar kalt í veðri (ekki nema 19°C) svo að Bjarki þurfti að kaupa sér peysu í skyndi áður en við fórum í ferðina... já, maður er fljótur að venjast á háan hita... ;) Þetta var ljómandi gönguferð og við spjölluðum mikið. Bjarki sagði líka þegar ég fór um kvöldið að hann hefði talað meira síðustu daga heldur en á meðal mánuði... híhí...


Seinnipartinn í gær var mér boðið í þessa líka glæsilegu kalkúnaveislu til Elísabetar og Jóns Grétars, takk kærlega fyrir mig!!! Við vorum ein tólf þarna saman komin og skemmtum okkur vel yfir ljúffengum mat í góðum félagsskap. Það var mesta furða hvað ég var í gær eftir allt ferðalagið því ég ákvað að sofa ekkert í gærdag. Þetta kom vel út því ég svaf vel í nótt og er þá vonandi búin að snúa við sólarhringnum... ;)
Jamm... svona var nú þetta... nú tekur hins vegar stanslaus lærdómur við næsta mánuðinn... jei...

Sunday, April 09, 2006

Hong Kong

Mikið hefur á daga mína drifið síðan í síðustu færslu. Ég átti afskaplega góða daga á Penang; við fórum í fiðrildasafn, upp á Penang Hill þar sem útsýni er yfir eyjuna, í mosku, batíkverksmiðju, siglingu, ávaxtabúgarð o.fl. Nú svo fórum við daglega á ströndina og svo í sundlaugina við íbúðina sem við bjuggum í. Við pabbi ákváðum einn daginn að skokka svolítið á ströndinni og það var nú meira puðið... við fórum alls ekki hratt en hitinn (sennilega yfir 35°C) var alveg kæfandi og svitinn rann í fallegum lækjum eftir mér allri. Það var nú reyndar allt í lagi með svitakófið en verra þótti mér að sólarvörnin í kringum íþróttatoppinn minn nuddaðist af og ég fékk yndislega fallegar brunarendur... Nú eru þær orðnar brúnar... Ég er ennþá með hlýrabolsfar á bakinu síðan í fyrrasumar svo að ég geri ráð fyrir að þessar rendur endist næsta árið... næs...
Ávaxtabúgarðsferðin var alveg sérlega skemmtileg. Þar komumst við að ýmsu sem við ekki vissum fyrir um ávexti og krydd, t.d. að kanill er þurrkaður trjábörkur, ananasplanta ber bara einn ávöxt á líftíma sínum og ávöxturinn er 9 mánuði að ná fullum þroska. Nú svo fengum við að vita að það eru til 40 tegundir kaktusa í heiminum og þeir bera allir æta ávexti, osfrv osfrv, s.s. mjög fróðlegt.
Ég kom til Hong Kong á föstudaginn og Rebekka mín tók á móti mér úr lestinni. Við fórum á tónleika með Sigur Rós um kvöldið og svo skelltum við okkur til Kína á laugardaginn. Þar dvöldum við lengi hjá klæðskeranum hennar Rebekku og ég lét sauma á mig einn sumarjakka, tvo kjóla og tvo boli. Fötin koma hingað til HK á miðvikudaginn og ég er mjöööög spennt að sjá hvernig þetta kemur út! Ég var að öðru leyti frekar slöpp í innkaupunum en það er nú allt í lagi... Um kvöldið fórum við í nudd, fót- og handsnyrtingu... voða notalegt :)
Í gær borðuðum við brunch með fjölskyldunni hans Jarrads (sem er kærasti Rebekku) og kíktum aðeins heim til þeirra en í þá íbúð eru Rebekka og Jarrad að fara að flytja í sumar. Mjög flott íbúð með brilliant útsýni yfir allan Gleðidalinn. Eftir þetta kíktum við Rebekka aðeins á þéttbýlasta hverfi heims, MongKok og röltum um markaðinn þar. Um kvöldið var mér og Simon, vini Jarrads, boðið af þeim skötuhjúum í svakalega flottan dinner... mmmmm.... þetta var svo gott! Kvöldið endaði með rúnti upp á Hong Kong Peak en þar var þoka svo útsýni var slakt... fer bara aftur seinna þangað!
Jæja, þetta er orðin allt of löng færsla og ég gæti skrifað miklu meira... híhí... læt þetta nægja í bili :)

Monday, April 03, 2006

Malasia!!!

Ja, nu er eg komin til Malasiu og er her i godu yfirlaeti i fodurhusunum! Vid erum a eyjunni Penang, sem oft hefur verid nefnd "Pearl of the Orient" og eg held barasta ad hun standi alveg undir nafni! Her er mjog fallegt landslag og mikill og groskulegur grodur. Hitinn er alveg a morkunum ad vera of mikill en samt verd eg nu ad segja ad thad er oskop notalegt ad thurfa ekki ad kappklaeda sig ef madur aetlar eitthvad ut. Eg kom hingad i gaerkvoldi en eg flaug fyrst til Hong Kong og var thar eina nott i godum felagsskap Bjarka og Rebekku. Vid kiktum adeins a baejarlifid i HK og thad var med allra skrautlegasta moti thvi nu um helgina var thar i bae arleg storhatid i kringum Rugby keppni thar sem margir klaeda sig upp i alls kyns buninga og skemmta ser aerlega! :) Eg fer svo aftur til HK a fostudaginn og verd i viku hja theim systkinum til skiptis :)
I morgun drifum vid okkur ut i sma strandgongu adur en mesti hitinn skall a og svo forum vid beint i solbad og sund. Eg thyki frekar sjalflysandi her og pabbi helt jafnvel ad hann myndi fa ovenju gott solbad vegna endurkastsins af mer...hehe
Nu erum vid komin a kreik aftur eftir nettan middegisblund og aetlum ad kikja i baeinn og svo ut ad borda. :)
Va, hvad thetta er ljuft lif!!! :)