Kristveig í Sveré

Tuesday, June 26, 2007

Jæja...

Nú eru tvær frábærar helgar að baki síðan ég skrifaði síðast.
15.-18.júní skrapp ég til Írisar minnar í Noregi og hitti Tuma litla í fyrsta sinn og hann stóð sko fyllilega undir væntingunum þrátt fyrir að þær væru himinháar... hehe... Hann er einfaldlega alveg endalaust krútt! Mér var falinn sá heiður að fá að vera skírnarvottur fyrir Tuma og svo hafði ég líka í laumi komið því svo fyrir að ég gat sungið fyrir hann lítið lag í kirkjunni án þess að foreldrarnir kæmust að því. :) Ferðin var alveg yndisleg í alla staði, gaman að hitta Írisi, Tuma og Geir og svo líka fjölskylduna hennar Írisar.
Tumi í baði. Það er eitt það besta sem hann veit.

Geir, Margrét amma, Bubbi afi, Tumi og Íris

Skírnarvottarnir Kiddi, Hlín, ég, Wilfred, Janne og Daniel og svo er Tumi auðvitað í miðjunni.

Núna um helgina var midsommar og ég Dagný, Gustaf og Axel vinur Gustafs eyddum helginni í bústað sem fjölskylda Axels á og er á Djurö hér úti í Skerjagarðinum. Við fundum okkur margt til dundurs, tókum t.d. þátt í hefðbundnum midsommarhátíðarhöldum sem minna mjög á 17.júní hátíðarhöld heima. Við rérum líka á árabát umhverfis litla eyju, fórum í siglingu yfir í Sandhamn (sem er á eyju ennþá lengra úti í Skerjagarðinum), grilluðum, sungum, hlógum, spiluðum Kubb og skelltum okkur til sunds í sjónum. Afskaplega skemmtileg helgi!

Tuesday, June 12, 2007

Jibbíííííí!

Í dag fékk ég verkefnið mitt endanlega samþykkt af prófdómara! Nú á ég bara eftir að setja það í prentun og svo verður það líka birt á heimasíðu KTH. Ég er alveg í skýjunum!


Annars er það helst af mér að frétta að Sigurlaug mín og Viðar hennar komu í heimsókn til mín 1.-8. júní og það var ekkert smá gaman að hafa þau. Ég tók mér alveg frí frá verkefninu þessa viku og við vorum alveg ótrúlega heppin með veðrið, um 25 stiga hiti og glampandi sól alla dagana. Við fundum okkur ýmislegt til dundurs (fyrir utan að njóta veðurblíðunnar); röltum um bæinn, fórum upp í Kaknästornet og horfðum yfir borgina úr 155 m hæð, fórum í smá siglingu yfir í Fjäderholmarna hér í Skerjagarðinum, fórum á frábæra íslenska tónleika og margt fleira. Á þjóðhátíðardaginn (6. júní) var kórinn minn með tónleika og Sigurlaug kom á þá, voða gaman að hafa hana í salnum :)



Síðast liðinn laugardag söng kórinn minn í sumarveislu Marie Fredriksson (úr Roxette) og það var nú ekki leiðinlegt að syngja fyrir fullt af frægu liði. Reyndar þekkti ég nú ekki mörg andlit en ég þekkti þó Marie, Per Gessle og svo Martin Timell (sem er nokkurs konar sjónvarpssmiður). Eftir sönginn kíktum við Dagný í partý til Siggu frænku. Mjög gaman að hitta hana aðeins. Það verður líka ekki á næstunni sem ég hitti hana aftur því hún er að fara að vinna í Úganda í nokkra mánuði.

Er búin að kíkja tvisvar í heimsókn til Kollu og Andra til að skoða Jakob Tuma litla og hann er rosalegt krútt! Næstu helgi er ég svo að fara að skoða annan Tuma, nefnilega Írisartuma. Hlakka ekkert smá mikið til! :)