Jæja...
Nú eru tvær frábærar helgar að baki síðan ég skrifaði síðast.
Geir, Margrét amma, Bubbi afi, Tumi og Íris
Skírnarvottarnir Kiddi, Hlín, ég, Wilfred, Janne og Daniel og svo er Tumi auðvitað í miðjunni.
Núna um helgina var midsommar og ég Dagný, Gustaf og Axel vinur Gustafs eyddum helginni í bústað sem fjölskylda Axels á og er á Djurö hér úti í Skerjagarðinum. Við fundum okkur margt til dundurs, tókum t.d. þátt í hefðbundnum midsommarhátíðarhöldum sem minna mjög á 17.júní hátíðarhöld heima. Við rérum líka á árabát umhverfis litla eyju, fórum í siglingu yfir í Sandhamn (sem er á eyju ennþá lengra úti í Skerjagarðinum), grilluðum, sungum, hlógum, spiluðum Kubb og skelltum okkur til sunds í sjónum. Afskaplega skemmtileg helgi!
15.-18.júní skrapp ég til Írisar minnar í Noregi og hitti Tuma litla í fyrsta sinn og hann stóð sko fyllilega undir væntingunum þrátt fyrir að þær væru himinháar... hehe... Hann er einfaldlega alveg endalaust krútt! Mér var falinn sá heiður að fá að vera skírnarvottur fyrir Tuma og svo hafði ég líka í laumi komið því svo fyrir að ég gat sungið fyrir hann lítið lag í kirkjunni án þess að foreldrarnir kæmust að því. :) Ferðin var alveg yndisleg í alla staði, gaman að hitta Írisi, Tuma og Geir og svo líka fjölskylduna hennar Írisar.
Tumi í baði. Það er eitt það besta sem hann veit.Geir, Margrét amma, Bubbi afi, Tumi og Íris
Skírnarvottarnir Kiddi, Hlín, ég, Wilfred, Janne og Daniel og svo er Tumi auðvitað í miðjunni.