Kristveig í Sveré

Sunday, February 26, 2006

Nenni ekki að læra!!!

...og er þess vegna bara nokkuð dugleg að horfa á Ólympíuleikana, það er einhvern veginn miklu skemmtilegra...hehe
Svíarnir eru að massa þessa leika og voru nú í þessu að vinna gullið í ísknattleik karla, áfram Svíþjóð!
Eins og ég kommentaði um á síðunni hans Hrannars þá finnst mér voða skondið hvað hinn sænski Björn Lind er líkur Hróari. Björn þessi vann gull í sprettgöngu. Það er hægt að kíkja á viðtöl við hann og sjá líkindin á svt.se (svo velur maður Turin 2006, svo Video og svo OS-längdskidor) ef einhver hefur áhuga. ;)
Annars var stelpupartý hér í Stokkhólmi í gær. Við vorum einar 16 sem mættum galvaskar í magadans til Elísabetar klukkan fjögur og dilluðum hinum ýmsustu líkamspörtum í rúman klukkutíma. Ég get nú ekki sagt að maður hafi verið mjög elegant í öllum hreyfingunum. Mér tókst til dæmis engan veginn að dilla rifbeinunum, né heldur að hreyfa hausinn til hliðanna án þess að snúa honum og reyndar öllum líkamanum í leiðinni ef út í það er farið... hehemmm... en ég náði þó að sýna gamla takta þegar kom að því að gera magabylgju... jei! Eftir magadansinn pöntuðum við okkur pizzu og kjöftuðum svo langt fram eftir kvöldi! Já og svo sýndum við allar feikilega hæfni í singstar...hehe.
Jæja, ég verð að fara að læra! Er ekki í neitt sérlega skemmtilegum fögum núna svo að það er ekkert auðvelt að halda sig við efnið... en nú verð ég að reyna...
Bara tvær vikur í að ég fari í skíðaferð til Írisar minnar í Noregi!!! Jibbí!

Monday, February 13, 2006

Þorrablótið fór vel fram...

...ja, svona að flestu leyti alla vega... Við vorum ein 10 stykki sem mættum í fordrykk til Elísabetar og Jóns Grétars, rosa flott, takk fyrir mig! Svo skelltum við okkur á staðinn. Hittum tvo að því er virtist heimilislausa róna í lestinni sem reyndust vera Íslendingar á leið á blótið... Annar þessarra manna rassskellti svo Dagnýju á dansgólfinu síðar um kvöldið... en það er nú önnur saga... hehe
Maturinn var mjög fínn og ég fékk mér meira að segja hákarl og brennivín og þótti brennivínið MIKIÐ verra! Þó hefur mér alltaf fundist hákarl viðbjóður...
Ómar Ragnarsson var með skemmtiatriði og stóð sig með prýði en við vorum dálítið svekkt yfir því að hann skyldi ekki taka Sveitaball... en þá hafði hann víst gert það í fyrra.
Svo söng Geir Hilmar Haarde nokkur lög og okkur þótti nú ekki leiðinlegt að segja Gústa, hennar Dagnýjar, að þarna væri utanríkisráðherra Íslands á ferð, soldið spes... ;)
Veislustjórinn var á einhverju, höldum við... Hann talaði hvorki góða íslensku né sænsku en hafði þó mjög gaman að því að tala mikið. Hann las m.a. upp úr einhverri íslendingasögu á sænsku og þar sem enginn nennti að hlusta á hann og allir voru að kjafta á meðan, þá var annað hvert orð hjá honum "lyssna" með höstugum róm. Á endanum þegar honum fannst alls enginn hlusta ákvað hann að segja bara "håll kjäften" svona bara yfir salinn... smart... ;)
Eftir mat og skemmtiatriði spilaði svo hljómsveitin Kusk frá Höbbn í Hobbnafirði fyrir dansi og við dönsuðum til 2 held ég... ;)

Tuesday, February 07, 2006

Jazz

Já, skellti mér ásamt Dagnýju, Kollu, Stebba og Hrannari á jazztónleika á sunnudagskvöldið og það var svona líka vel heppnað. :) Tónleikarnir voru á krá svo maður gat setið og sötrað vín, spjallað og notið tónlistarinnar! Það var Dagný sem stóð fyrir þessu, frændi hennar þekkir nefnilega einn úr hljómsveitinni. Sá heitir Siggi og er Íslendingur og sem sönnum löndum sæmir þá fjölmenntum við til þess að hvetja "okkar" mann :)
Var annars á kóræfingu mest allan laugardaginn og svo komu Halldór Svavar og Edda seinnipartinn. Ég smitaðist auðvitað af kaupgleði þeirra skötuhjúa og keypti roooosa flottan, svona semi-fínan kjól á morðfjár...hehe... Svo fórum við út að borða og spjölluðum frameftir. Þau fóru svo heim á sunnudaginn.
Það er svo sem ekki mikið meira í fréttum hjá mér nema það er þorrablót um næstu helgi og ég er bara farin að hlakka mikið til!