Kristveig í Sveré

Friday, September 30, 2005

Klukk...

Ég er nú ekki alveg viss hvernig þetta klukk virkar en á maður að segja e-ð um sjálfan sig sem maður er ekki stoltur af... eða kannski það sem maður er rooosa stoltur af? Ég prufa alla vega...

1. Ég hef gengið yfir Reykjavíkurflugvöll við lítinn fögnuð starfsmanna...

2. Ég er týpan sem spyr alltaf mest og heimskulegast í tímum (þegar ég er í skóla s.s)...

3. Ég fór í fýlu við íslenskukennarann minn í 9.bekk þegar hann vildi ekki leyfa mér að svara ÖLLUM spurningunum hans.

4. Ég á mjöööög erfitt með að standast súkkulaði...

5. Ég huxa allllllt of mikið og geri líka of mikið af því að oftúlka það sem fólk gerir eða segir (ýmist mér í hag eða óhag...)

Þetta er nú bara ekkert svo erfitt... Átti maður bara að telja upp 5 atriði???

Ég klukka Boggu, Kollu og Ásdísi frænku ef þessar dömur lesa þá einhvern tíma bloggið mitt... sem alls ekki víst... ;)

Monday, September 26, 2005

Brjálað að gera ;)

Já, það er sko nóg að gera hjá mér hér í Sveré. Var á Álandseyjum um helgina með kórnum mínum (skólakór KTH) og það var barasta mjög gaman. Ég var nú ekki viss hvernig þetta yrði þar sem ég þekkti engan og sonna en svo var bara mjög gaman, mikið sungið nottla en svo líka djammað, dansað, hlegið og kjaftað!
Á föstudagskvöldinu um síðustu helgi buðum við Dagný Betu og Jóni Grétari í mat sem þakklæti fyrir að hafa sótt okkur í IKEA um daginn... Vorum heima hjá mér og svo komu nokkrir íslenskir strákar og bættust í hópinn eftir matinn. Vorum bara í frekar rólegum gír að kjafta og sonna en vorum samt að til kl 3 minnir mig, verrí næs!
Á laugardagskvöldinu gerðumst við Dagný hálfgerðar boðflennur og buðum okkur í afmæli til Ragga. Þar var heill haugur af Íslendingum og þar byrjaði mikið trall. Trallið hélt svo áfram niðri í bæ en við ákváðum að kíkja á Mangó og þar var sko tekið á því…hehe… við skelltum okkur í herbergið með eitís tónlistinni og dönsuðum af okkur fæturna (og sumir af sér fötin…hehemmm…). Þarna hittum við líka Svía einn sem dansaði við okkur allt kvöldið með bros bókstaflega út að eyrum! Gaman að því! Við enduðum svo á því að fara upp í Lappis (stúdentagarðar hér í bæ) og ætluðum í partý þar… en við komum ekki þangað fyrr en um fjögur leytið svo að partýið var auðvitað löngu búið…hehe… svo að þá forum við bara heim… en reyndar komst Stebbi ekki heim því hann á heima í rassg… og þangað eru ekki svo tíðar ferðir á þessum tíma sólarhringsins… en hann fékk bara gistingu hjá strákunum sem búa í Lappis…
Í kvöld er ég að fara í mat til Dagnýjar og hún ætlar að flytja fyrir mig fyrirlestur á sænsku, spennó!
Bless í bili ;)

Thursday, September 15, 2005

Tiskan...

...ok, ekki segja mer ad thad se komid i tisku a Islandi ad karlmenn gangi i mjööög svo flegnum vaffhalsmalsbolum med vaxada bringu!!! Svona er tiskan her og svo eru allir lika i nidthrongum og nidurmjoum buxum, baedi strakar og stelpur... hvad er malid? Thetta er bara ljott... hehe...

Tuesday, September 13, 2005

Dasemdin eina...

Var a rölti um baeinn i gaer i godu vedri og hugsadi med mer hvad eg vaeri heppin og allt vaeri svo dasamlegt her i Stockholmi! I morgun tok eg svo eftir thvi ad hjolinu minu hefur verid stolid! Djöfull!!! En thad reddast samt, ferdast bara med straeto og "tunnelbana"... Bara verst ad thad er ekki eins heilsusamlegt og hjolreidaturarnir en thad verdur ekki alltaf a allt kosid ;)

Monday, September 05, 2005

Allt ad gerast...

Fekk finu finu ibudina mina a fimmtudaginn og hef verid a fullu ad reyna ad koma öllu i stand tar. Er meira ad segja buin ad kaupa svefnsofa fyrir alla gestina sem eg vonast til ad komi til min...hehemmm... A reyndar eftir ad redda taeknilegum malum eins og netsambandi og solleidis en tad hlytur ad reddast thratt fyrir ad eg geti ekki talist taeknitröll mikid...
Annars er bara allt fint ad fretta, namid byrjadi med offorsi... fyrsti skoladagurinn a fimmtudag, 5 min kynning a fös og svo 10 min kynning i morgun i sambandi vid ferd sem vid forum i a fös!!! Djisus, eg sem aetladi bara ad vera ad tjilla herna uti...hehe...
Er ad fara i aheyrnarprufu fyrir skolakorinn nuna a eftir... vona ad tad gangi vel ;)
Vid Dagny erum bunar ad kynnast nokkrum islendingum her uti og svo er eg i oda önn ad kynnast allra thjoda kvikindum sem eru med mer i bekk :)