Snilldarferð til Barcelona!
Já, nú er ég komin heim úr þessari líka dásamlegu ferð til Barcelona. Við Katrín og Stebbi lögðum í hann um hádegið á mánudaginn í síðustu viku og komum svo aftur heim seint á laugardagskvöldið. Við vorum ótrúlega heppin með veðrið því það var 25-27 stiga hiti og sól allan tímann! ...og það var sko búið að rigna í 2 vikur áður en við komum!
Ferðin var mjög góð blanda af skoðunarferðum, kaffihúsum, tapas, rölti um bæinn o.fl. Við skoðuðum Sagrada familia, Gaudi hús, Gaudi garðinn, Dómkirkjuna, Nou Camp, Picasso safnið, Ólympíuþorpið og margt margt fleira. Þetta er alveg ótrúlega falleg borg og ég mæli eindregið með henni.
Fórum á eitt afar skemmtilegt djamm sem byrjaði á stað sem býður upp á kampavín og sveittar samlokur (mjög spes blanda... hehe) en svo færðum við okkur yfir á annan stað sem var eins og garður með þaki ofan á, mjög flott. :)
Ætla nú ekkert að rekja ferðasöguna í smáatriðum en skelli inn nokkrum myndum í staðinn.

Katrín og Stebbi á Placa Catalunya

Ég og Katrín í Dómkirkjunni

Katrín og Stebbi uppi á þaki á Gaudi húsinu

Í Gaudi garðinum

Útsýni yfir borgina efst úr Gaudi garðinum

Sagrada familia

Höllin á Ólympíuhæðinni

Á Arlanda í 1 stigs hita... brrrr...
Ferðin var mjög góð blanda af skoðunarferðum, kaffihúsum, tapas, rölti um bæinn o.fl. Við skoðuðum Sagrada familia, Gaudi hús, Gaudi garðinn, Dómkirkjuna, Nou Camp, Picasso safnið, Ólympíuþorpið og margt margt fleira. Þetta er alveg ótrúlega falleg borg og ég mæli eindregið með henni.
Fórum á eitt afar skemmtilegt djamm sem byrjaði á stað sem býður upp á kampavín og sveittar samlokur (mjög spes blanda... hehe) en svo færðum við okkur yfir á annan stað sem var eins og garður með þaki ofan á, mjög flott. :)
Ætla nú ekkert að rekja ferðasöguna í smáatriðum en skelli inn nokkrum myndum í staðinn.

Katrín og Stebbi á Placa Catalunya

Ég og Katrín í Dómkirkjunni

Katrín og Stebbi uppi á þaki á Gaudi húsinu

Í Gaudi garðinum

Útsýni yfir borgina efst úr Gaudi garðinum

Sagrada familia

Höllin á Ólympíuhæðinni

Á Arlanda í 1 stigs hita... brrrr...